Leita í fréttum mbl.is

Hlakkar í einfeldningunum

Hlægilegt er að fylgjast með einfeldningunum hlakka yfir því sem þeir kalla dauða frjálshyggjunnar. Þeir sjá á einhvern furðulegan hátt = merki á milli hruns Sovétsins og kreppunnar nú. Austurblokkin hrundi vegna kommúnismans, Vesturblokkin hrundi vegna frjálshyggjunnar. Þeir sem tala svona hafa ekki hugmynd um hvað frjálshyggja er. Eitt dæmi, ekki þarf meira, ætti að nægja til að gera þeim ljóst að það er engri frjálshyggju um að kenna að þjóðarskútan íslenska er sokkin. Frjálshyggja leggur áherslu á að ríkið sé í lágmarki, umfang þess og útgjöld. Undanfarin ár hafa ríkisútgjöld á Íslandi þanist út sem og umfang þess.

Þeir sem gera sér ekki grein fyrir þessu eru einfaldlega einfeldningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viltu þá ekki vera svo vænn að upplýsa einfeldningana um það hvað varð þess valdandi að þjóðaskútan íslenska er sokkin eins og þú orðar það.

Páll Kristjánsson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 15:09

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Kæri Páll Kristjánsson, það er ekki mitt hlutverk að upplýsa einfeldninga um neitt, enda skilja þeir ekki grundvallaratriði málsins. En fyrst þú spyrð get ég, eins og hver annar, varpað fram tilgátu um rót vandans.

Ég tel að afglöp stjórnmála- og embættismanna, vestan hafs og austan sem og fyrir miðju þess, séu langstærsta ástæðan fyrir skipsskaðanum. Áhættusæknir kaupsýslumenn eiga að auki sök á vandanum, en ekki má gleyma því að þeir störfuðu í reglugerðarverki sem smíðað var af stjórnmálamönnum. Lágir stýrivextir gerðu þeim kleift að taka lán og fjárfesta í fyrirtækjum, misgáfulega. Nú er ljóst að þessir stýrivextir voru of lágir.

Íslenska krónan og heimóttarleg vaxtastefna sem átti að halda þenslu niðri á Íslandi en gerði ekki annað en verðleggja krónuna út af markaðnum svo illilega að ekki einu sinni opinberir aðilar eins og sveitarfélög tóku innlend lán.

Megininntak greinar minnar var það að benda á að frjálshyggjunni er ekki um að kenna, heldur einmitt skorti á frjálshyggju. Það virðast margir ekki skilja og því fá þeir stimpilinn: Einfeldningar og það réttilega.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 10.11.2008 kl. 20:19

3 identicon

Ég er einfeldingurinn - þú er flækjufóturinn? Eða hvað?

Alræði frjálshyggjunnar er ekki lausnin frekar en kommúnisminn.

Mannskepnan er ekki vél og ekki dýr. Þess vegna er ekki hægt að troða samfélagi manna inn í hugmyundafræðileg módel og fá út eitthvað sem er gott fyrri alla.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 23:03

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Kæri Þráinn, ég óska einskis meira en að þú getir ráðstafað eigin launum eftir eigin vilja, en fáir ekki aðstoð til þess frá stjórnmálamönnum í gegnum skattkerfið. Slík skoðun á ekkert skylt við vélar eða alræði. Þú ættir frekar að þakka mér fyrir að vilja ekki seilast í vasa þína til að rétta öðrum með tilheyrandi afföllum. Hvernig getur hugmyndafræði sem gengur út á að þú hafir meira frelsi og berir meiri ábyrgð á sjálfum þér, verið alræði? Sérðu fyrir þér einhvers konar alræðisstjórn sem þvingar þig til að greiða lægri skatta, en farir í fangabúðir að öðrum kosti?

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 11.11.2008 kl. 06:48

5 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Viðbót til Þráins: Við erum sammála um eitt og það er að við vantreystum stjórnmálamönnum (eins og sést á bloggi þínu). Erum við ekki sammála um það líka að minnka völd þeirra eins mikið og kostur er? Þú ert meiri frjálshyggjumaður en virðist í fyrstu.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 11.11.2008 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 114426

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband