Leita í fréttum mbl.is

Ætlar ekki að halla sér að flöskunni

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson sem lýsti því yfir nýlega að hann ætlaði að halla sér að flöskunni í kreppunni er hættur við, þetta kom fram á blaðamannafundi sem hann hélt í Iðnó nú rétt áðan fyrir nokkrum mínútum. Slefað og skeint er algjörlega að skúbba þessari frétt fyrstur fjölmiðla í gervöllum heimi. Orðrétt sagði Sigurgeir Orri: „Ummælin ollu uppnámi í fjölskyldu minni og til að koma í veg fyrir algjört hrun og uppnám ákvað ég að boða til blaðamannafundar og koma málum á hreint. Áform mín hafa ekkert breyst þótt ég hafi keypt 16 rauðvínsflöskur í gær. Sú ákvörðun var tekin áður en kreppan skall á og hefur ekkert með áfengisneyslumynstur mitt að gera. Ég fullvissa alla að ég ætla ekki að halla mér að neinni þessara flaskna. Þvert á móti ætla ég að gera allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa þjóðinni aftur á fætur og gott betur því ég ætla líka að gera allt sem í mínu valdi stendur til að koma Gordon Brown frá völdum í Bretlandi, helst áður en honum verður hent öfugum út úr Downingsstræti 10 í næstu kosningum.“

Stjórnmálaskýrendur Slefað og skeint segja að þessi ummæli bendi til þess að Sigurgeir Orri sé hættur að vorkenna sér vegna ástandsins og ætli nú að láta hendur standa fram úr ermum. Fljótlega megi búast við aðgerðum af hans hálfu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góður.

Hólmdís Hjartardóttir, 23.10.2008 kl. 16:11

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Og ég hvet alla til að láta ekki undan þeirri freistingu að gefa sig áfenginu á vald í erfiðleikunum! Við töpum endanlega ef við gerum það.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 23.10.2008 kl. 16:50

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Svo falla krosstré sem önnur ..... og ég sem var farin að vonast eftir félagsskap í eymdinni. Mér sýnist ég dæmd til að læra búktal.

Ragnhildur Kolka, 23.10.2008 kl. 19:05

4 identicon

Mér líst nú ekki vel á þetta hjá þér, þú hlýtur að hafa verið timbraður á blaðamannafundinum og með móral. Ég sem ætlaði að drekka allt rauðvínið með þér.  Annars hélt ég að við hefðum klárað þetta um daginn, þegar við tveir kláruðum 9 flöskur sl. miðvikudagskvöld.  Ég skal geyma rauðvínið fyrir þig og síðan geturðu hallað þér að mér.

Svavar Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband