15.10.2008 | 11:47
Ekki lengur á nóttunni?
Mér finnst það nú fyrir neðan allar hellur að ekki skuli lengur unnið á nóttunni við þetta þjóðhagslega mikilvæga hús. Þeir sem segja að það hafi verið einkennandi fyrir bruðlið að unnið hafi verið á nóttunni hafa einfaldlega rangt fyrir sér. Afköstin aukast á nóttunni þegar enginn er að trufla. Kaupið hækkar að vísu aðeins, en hvað er það á milli vina?
Leita leiða til yfirtöku Tónlistarhúss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 114426
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
...Á næturnar...nótt e.t. nætur fl.t.
Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 22:45
Stílbragð.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 17.10.2008 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.