15.10.2008 | 09:27
Sparnaðarráð
Nú er að spýta í lófana og spara. Draga úr kostnaði, draga úr yfirbyggingu, draga úr útgjöldum. Ef Ísland á að komast út úr þessari kreppu er nauðsynlegt að grípa til aðgerða.
Fyrsta mál á dagskrá er að leggja forsetaembættið niður. Við höfum ekki efni á að vera með sjálfskipaðan útrásarvíking á kostnað ríkisins að opna dyr í útlöndum. Forsetaembættið hefur trúlega stórskaðað íslenska hagsmuni með gaspri sínu og þeirri blekkingaráru trausts sem slíku embætti fylgir. Í fylgd með forsetanum fengu nýju vinir forsetans meiri og betri fyrirgreiðslu sem var gersamlega innihaldslaus; öll á ábyrgð ríkisins sem hafði ekkert bolmagn til að standa að baki því. Forsetaembættið er auk þess flekkað, það er rúið trausti, hlegið er að því í útlöndum.
Ég er því miður ekki með tölurnar um kostnað embættisins á ári, en það eru örugglega nokkur hundruð milljónir. Fyrir slíkar upphæðir má gefa mörgum fjölskyldum í vanda nýja von.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.