14.10.2008 | 14:20
Forsetakortið
Í tilefni af skipbroti útrásarinnar og þess að lofrullunni um forsetann þurfi að breyta, vonandi þó bara í inngangi og eftirmála, en allsekki víðar í bókinni, hefur Egozetntric®© ákveðið að setja á markað nýjan bol sem auglýsir besta kreditkort í heimi. Forsetakortið sem er gefið út af ríkinu og greitt af ríkinu.
Hver kannast ekki við að hafa eytt um efni fram? En ekki lengur, með nýja forsetakortinu þarf enginn að hafa áhyggjur af fjárhagnum. Klipptu gull- og silfurkortið með skærum og fáðu þér forsetakortið. Sveiflaðu forsetakortinu og þú færð far milli landa með ríku köllunum á einkaþotunum, lyftu forsetakortinu í búðum og þú þarft ekki einu sinni að borga, láttu glitta í forsetakortið og þú færð hádegismatinn frítt. Sýndu forsetakortið og þú labbar óáreittur inn í fínustu veislur veraldar þar sem hvert borðið svignar undan kræsingum í boði skattgreiðenda. Það besta við forsetakortið að reikningurinn fer beint til ríkisins, án athugasemda. Egozentric®© er stolt af því að fá að kynna þessa nýju og glæsilegu vöru á bolalínu fyrirtækisins.
Meðal þess sem kortinu fylgir eru 10 þúsund mínútur af ókeypis kjaftaviti. Áður en þú veist af ertu farinn að tala um aðskiljanlegustu hluti eins og þú hafir heilmikið vit á þeim; verður jafnvel sérfræðingur á ýmsum sviðum, jafnvel meiri sérfræðingur en vísindamenn með áratuga rannsóknir að baki. Kortið gerir þig að ígildi auðjöfurs og þeir líta á þig sem jafningja sinn og samherja. Hafir þú einu sinni verið eldheitur sósíalisti með helsta markmið lífsins að berjast gegn kapítalistum, hverfur það við fyrstu straujun og þú gerist ákafur kapítalisti með markaðshyggju, útrás og framsækni að aðalbaráttumáli.
Þeir sem sækja um forsetakort fyrir 25. október fá pakka með 100 álkuorðum frá Egozentric®© sem þeir geta útbýtt að vild.
Forsetakreditkort. Stærð 1-100. Litur: Svart með gullkorti. Gefðu kreppunni langt nef og fáðu þér forsetakortið, láttu almúgann borga brúsann af útrásinni en lifðu sjálfur í vellystingum á kostnað ríkisins. Verð aðeins 15990 kr.Forsetabók afturkölluð úr prentsmiðju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Gjafverð og gripur sem enginn má án vera.
Ragnhildur Kolka, 14.10.2008 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.