13.10.2008 | 11:45
Við erum í öskustó Clintons
Ef demókratar halda að þeir komist upp með það að hafa valdið þessari fjármálakrísu með misnotkun á bandarísku íbúðalánasjóðunum er það mesti misskilningur. Fjölmiðlar verða að upplýsa hvernig þessir menn, á tímum Bills Clinton í forsetastóli, tóku að lána hin svokölluðu undirmálslán. Þetta er of mikilvægt mál til að horfa framhjá því í hráskinnaleik stjórnmálanna.
Clinton: Munum rísa úr ösku Bush | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 114426
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Reyndar voru það Republicanar sem breyttu fjármálareglunum 1999- 2000 í mætti meirhluta síns í báðum þingdeildum, þrátt fyrir Clinton en ekki vegna hans.
Helgi Jóhann Hauksson, 13.10.2008 kl. 12:17
Það voru Republikanar, ekki Demokratar. Clinton skrifaði hinsvegar undir lögin og ber auðvitað ábyrgð á því.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 12:44
http://uk.youtube.com/watch?v=eW9viaJatpo
Ásgeir Jóhannesson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 13:23
Það er rétt að Demókratar stóðu fyrir því að stóru "ríkis" heldsölu bankanir lánuðu til "fátækra". Það var hinsvegar Wall Street sem nýttu sér þetta á mjög óábyrgann hátt í skjóli þess að Repúblikanar voru búnir að leggja nánast allt regluverk niður. Wall Street lék því lausum hala sem endaði með þessu stórslysi.
Barack McCain (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 14:47
Það er tómt bull að fátækrabúastaðir hafi sett kerfið á hausinn og aðeins tilraun til að fría kapitalsimann ábyrgð.
Hvergi á vesturlaöndum eru eins margir heimilislausir og í USA - það breyttist ekki - og fáránlegt að kenna meintum sósíalisma USA um.
Það var svo mikið lánsfé á markði að menn breyttu reglum og hættu að gera greiðslumat á lántakendum yfir höfðu heldur lánuðu bara eftir kaupverði - sala myndi svo borga lánið ef illa færi. Það hafði það í för með sér að fjölmargt fólk úr öllum stéttum og tekjuhópum keypti eins stórt hús og draumar þeirra framst gátu ímyndað sér að viðkomandi réði við.
Þegar svo olíukreppan hófst lækkaði húsnæðisverð svo þeir sem treystu á að sela ef draumarnir rættust ekki fengu aðeins hluta uppí skuldirnar. Þ.e. 100 miljóna króna hús seldist nú á aðeins 50 millur allt eins og 2ja miljóna króna fátæklingaíbúð seldist aðeins á 1 milljón.
4% allra húsnæðislána (af öllum stærðum hefur ekkert með fátæka að gera) fór í alvarleg vanskil og það hrinti skriðunni af stað.
Ætlar einhver í alvöru að halda því fram að USA hafi verið orðið svo kommúnískt að kerfið hafi fallið þessvegna? - Þvert á móti er það miðstéttin sem er að missa dýru topp-veðsettu húsin sín.
Helgi Jóhann Hauksson, 13.10.2008 kl. 15:16
Myndbandið sem Ásgeir Jóhannesson birti í athugasemdunm er geysilega áhugavert og sýnir svo ekki verður um villst að þótt demókratarnir hafi komið þessu sukki af stað og þar með kreppunni nú, eru repúblikanarnir ekki síður í súpunni. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að skaðlegustu mennirnir hjá hverri þjóð eru stjórnmálamennirnir. Þeir hugsa til skamms tíma, reyna að snapa sér vinsældir með skyndilausnum, í þessu tilviki var skyndilausnin sú að auka velferð minnihlutahópa og fátækra. Annar vandi við stjórnmálamennina er að þeir eru oft og tíðum vanhæfir til þess starfs sem þeir hafa tekið að sér. Hvað er það annað en vanhæfni að átta sig ekki á að búið var að veðsetja þjóðarbúið íslenska margfalt í útrás bankanna? Ef ekkert var við því gert, átti seðlabankinn að gera ráðstafanir, auka gjaldeyrisforða í takt við vöxt bankanna.
Helgi Jóhann Hauksson gerir sér ekki grein fyrir að þegar eftirspurn jókst eftir húsnæði í Bna, þegar fátækir fengu skyndilega lán í stórum stíl, hækkaði verðið. Hús fólks úr öllum stéttum hækkuðu í verði og gerði þeim kleift að taka lán út á aukið verðmæti húsanna. Fyrir það var svo fjárfest í sjónvörpum, nýjum bílum, stærri húsum, öðrum húsum og svo framvegis. Hagsæld jókst, en þessi hagsæld var sjálfsblekking sem fáir áttuðu sig á, það hlaut að koma að skuldadögum, þegar hinir fátæku og þeir sem reist höfðu sér hurðarás um öxl gátu ekki greitt af lánunum, urðu nógu margir.
Ég er ekki viss um að olíukreppan, sem Helgi kallar svo, hafi verið nein kreppa, verðið hækkaði bara á henni í kjölfar aukinnar eftirspurnar. Varla er hægt að tala um hækkandi húsnæðisverð í kjölfar aukinnar eftirspurnar sem kreppu.
Hvað er það annað en kommúnískt þegar það eru tveir íbúðalánasjóðir á ábyrgð ríkisins sem lána fólki fyrir húsnæði? Það skiptir ekki máli hvar í veröldinni það er. Það er sjálfsblekking að halda öðru fram. Íbúðalánasjóðurinn íslenski er hluti af vandanum, ekki lausninni, sem og í BNA. Ef húsnæðislán í BNA væru ekki á forræði ríkislánasjóða sem demókratar stjórna (Barack Obama hefur fengið næst mestu framlög stjórnmálamanns frá þessum sjóðum), hefðu slík lán verið á forræði margra banka sem hver um sig myndi meta og vega veðin og áhættuna af lánastarfseminni. Þá hefðu stjórnmálamenn ekki getað komið því um kring að lánað væri gegn veikum veðum og engum.
Niðurstaðan er ótvíræð: Minnka ber völd stjórnmálamanna. Það verður aðeins gert með auknu frelsi þar sem hver og einn ber ábyrgð á gerðum sínum og getur ekki sent öðrum reikninginn af afglöpum sínum.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 14.10.2008 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.