9.10.2008 | 16:33
Útlitið afar dökkt í Bretlandi
Þrátt fyrir 50 milljarða punda meðgjöf og lækkun stýrivaxta heldur FTSE vísitalan áfram að lækka. Ætli þeir kasti öðrum 50 milljarða björgunarhring í sjóinn eða fari endanlega á hausinn?
Ég ráðlegg öllum breskum sparifjáreigendum að taka út sín pund og hlusta ekki á tal stjórnmálamanna. Aðgerðir þeirra eru ekki að skila neinum árangri enda gamlir kommúnistar sem hafa ekki hundsvit á fjármálum og geta einungis stjórnað í góðæri.
Ég hvet alla sem hafa jafn miklar áhyggjur og ég af Bretlandi að skrifa á enskar síður þau skilaboð að allir skuli taka sparifé sitt út áður en það verður of seint. Ég ætla ekki að bera ábyrgð á því að hafa ekki gert allt sem í mínu valdi stendur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 114426
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.