30.9.2008 | 15:34
Lét viftuna blása inn
Þau tíðindi gerðust upp úr hádeginu í dag að Sigurgeir Orri stillti viftuna í kjallaranum á innblástur í stað útblásturs. „Ég hef látið viftuna blása út hingað til,“ sagði Sigurgeir Orri í samtali við Slefað og skeint, „en það var svo megn kaffilykt úr kaffistofunni (brennd og maukuð drulla) að ég ákvað, eftir ítarlega umhugsun, að taka þessa ákvörðun. Og núna er miklu ferskara loft á skrifstofunni. Þetta reyndist vera rétt ákvörðun.“ En hefur Sigurgeir Orri engar áhyggjur af því að óhreinindi berist inn? „Vissulega, en það var einmitt eitt atriðið sem þurfti að vega og meta vandlega hvort líkur væru á að óhreinindi bærust inn. Niðurstaðan varð sú að líkur á að óhreinindi bærust inn voru taldar litlar vegna þess hve gott og stillt veðrið er í dag.“ Einmitt það. Slefað og skeint þakkar Sigurgeiri Orra fyrir spjallið.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Sjómaður greip til vopna og skaut á dróna
- Slit hefur áhrif á 400 nettengingar
- Ekki greiðfært á kjörstað ef spáin gengur eftir
- Myndskeið: Gríðarleg slysahætta af þessu
- Innbrotið í Elko: Fer fljótlega til ákærusviðs
- Fór fram á 26 milljónir en hlaut 25 þúsund
- Kom að luktum dyrum klyfjuð græjum og skreytingum
- Spursmál: Þessir menn hafa aldrei snert dúk
- Lagt til að leikskólinn verði rifinn niður
- Bjartsýn á að semja í dag eða á morgun
- Yfir 37% segja að Kristrún væri best
- Framkvæmdir að hefjast: Kosta 1,8 milljarða
- Náðu fjármunum út af stolnum kortum
- Diegó er fundinn
- Rannsókn á Hamraborgarráninu lokið
Erlent
- Segir Hamas með leynilegar vopnageymslur í Evrópu
- Fjögur lík fundust og þrír á lífi
- Elsti maður í heimi látinn
- Starfsfólk farfuglaheimilis handtekið
- Flugritarnir fundnir
- Háir tollar á vörur frá Mexíkó, Kanada og Kína
- Vilja að kínverska skipið fari til Svíþjóðar
- 188 drónar á loft: Umfangsmesta árásin til þessa
- Réttarhöld þurfi að breyta samskiptum kynjanna
- Sérstakur saksóknari vægir í máli Trumps
- Vopnahlé talið handan hornsins
- Óttast að Rússar eigi hlut að máli
- Skotinn til bana í Mexíkó
- Stefna fyrrverandi konungi
- Heimildarmenn tala um hápólitískt drama
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Þetta er nú bara eins og viðtölin við ráðamennina. Snýttu þér svo og gáðu hvort óhreinindi hafi borist í bifhár nefboranna :)
Beturvitringur, 30.9.2008 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.