Leita í fréttum mbl.is

Lét viftuna blása inn

Þau tíðindi gerðust upp úr hádeginu í dag að Sigurgeir Orri stillti viftuna í kjallaranum á innblástur í stað útblásturs. „Ég hef látið viftuna blása út hingað til,“ sagði Sigurgeir Orri í samtali við Slefað og skeint, „en það var svo megn kaffilykt úr kaffistofunni (brennd og maukuð drulla) að ég ákvað, eftir ítarlega umhugsun, að taka þessa ákvörðun. Og núna er miklu ferskara loft á skrifstofunni. Þetta reyndist vera rétt ákvörðun.“ En hefur Sigurgeir Orri engar áhyggjur af því að óhreinindi berist inn? „Vissulega, en það var einmitt eitt atriðið sem þurfti að vega og meta vandlega hvort líkur væru á að óhreinindi bærust inn. Niðurstaðan varð sú að líkur á að óhreinindi bærust inn voru taldar litlar vegna þess hve gott og stillt veðrið er í dag.“ Einmitt það. Slefað og skeint þakkar Sigurgeiri Orra fyrir spjallið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Þetta er nú bara eins og viðtölin við ráðamennina. Snýttu þér svo og gáðu hvort óhreinindi hafi borist í bifhár nefboranna :)

Beturvitringur, 30.9.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband