27.8.2008 | 19:58
Ekki sanngjarnt
Það er ekki sanngjarnt gagnvart þeim sem lifað hafa og dáið á Íslandi í þau rúmu þúsund ár sem landið hefur verið í byggð, að segja að bara 300 þúsund manns hafi fengið þá gjöf að vera Íslendingur. Þeir eru miklu fleiri. Þetta er dónaskapur við forfeður okkar.
Það er heldur ekki sanngjarnt að ríkið geri handbolta hærra undir höfði en öðru tómstundagamni. Eitt skal yfir alla ganga: Stattu sjálfur straum af áhugamálum þínum. Ríkið getur hjálpað til með því að lækka skatta svo fólk hafi meira fé milli handanna í áhugamál sín. Ef einhver vill til dæmis gefa 50 milljónir í handbolta, þá gefi hann sitt eigið fé, ekki fé annarra sem innheimt er með nauðungargjöldum.
Ótrúleg gjöf að vera Íslendingur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Mæl þú manna heilastur... eða allavega heillegastur. Heilagastur, jafnvel.
Ingvar Valgeirsson, 27.8.2008 kl. 21:27
Þú er greinilega ekki í neinni vinasöfnun núna.
Sveinn Ingi Lýðsson, 27.8.2008 kl. 21:38
Ég gerði ráð fyrir að undirskilið hjá honum væri "núlifandi".
Það er að sjálfsögðu álitamál hver eigi að greiða kostnað við hitt og þetta.
Heilu íþróttaliðin "teppa" sjúkraþjálfunarstöðvar, - sem eru niðurgreiddar ..... af ríkinu.
Heilu hópar forystufólks flykkjist á mismerka viðburði hérlendis sem erlendis og fá allan kostnað greiddan, auk launa og dagpeninga ..... af ríkinu.
Heilu kjötfjöllin, þurrskreytingarnar úr skorpulifur og heilu reykhúskjallararnir innan lungnapípa landsmanna (mætti flokka sem "tómstundagaman" (að éta, drekka og reykja)) fá fullkomna heilbrigðisaðstoð, og hún að mestu greidd ..... af ríkinu.
en "ríkið, það er ég"
Elska þig nú samt
Beturvitringur, 27.8.2008 kl. 21:52
Nú held ég að þú þurfir skothellt vesti
Hólmdís Hjartardóttir, 27.8.2008 kl. 23:12
Hólmdís, það var ÉG sem þorði ekki annað en að vera í skotheldu! ha ha ha. Það er aldrei bara ein hlið á neinu máli.
Beturvitringur, 28.8.2008 kl. 00:19
Rétt er það Beturvitringur.
Hólmdís Hjartardóttir, 28.8.2008 kl. 12:49
Það er eitthvað bogið við það að ríkisstjórnin hafi tékkhefti í ríkissjóð sem hún getur ávísað úr til áhugamála sinna. Þetta er skoðun mín, mér er hjartanlega sama þótt einhverjir séu á móti henni og mér verði ekki vinmargt fyrir vikið. Það ætti að vera grundvallaratriði í þjóðfélaginu að þeir greiði sjálfir fyrir sportið sem stunda það. Ætlar ríkisstjórnin að skrifa út ávísun fyrir fótboltaiðkun minni?
Ég skil nú af hverju Beturvitringur skrifar undir dulnefni, hún myndi annars þurfa að vera í skotheldu vesti alla daga! Hver veit nema það verði hannað Forseta skothelt vesti handa henni sem getur ekki bara varið hana gegn byssukúlum heldur líka gegn því að detta af hestbaki og detta á skíðum.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 28.8.2008 kl. 23:21
SOS. Skepna
Beturvitringur, 29.8.2008 kl. 01:50
Alveg er ég hjartanlega sammála þér!
Ólína (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 08:36
Kannski ríkið (skattgreiðendur) skuldi íslenskum stangastökkvurum af kvenkyni 50 milljónir eftir silfur Völu Flosa í Sidney, eða hvað?
Einhvern tímann urðu Íslendingar heimsmeistarar í bridge. Hvar eru 50 milljónir til að kaupa spilastokka fyrir brigde-iðkendur Íslands?
Íslendingum er núna sagt að herða sultarólina til að komast í gegnum bankakreppu íslensku bankanna og krónukreppu íslenska ríkisvaldsins. Þvílík skammlaus ósvífni og dónaskapur að segja svoleiðis við íslenskan almenning á meðan fé hans er brennt á báli áhugamála örfárra!
Geir Ágústsson, 30.8.2008 kl. 16:50
Ef heilbrigð tómstundaiðkun yrði til þess að halda einhverju ungmenninu frá fíkniefnum og annarri sjálfseyðingu, væri það margra milljóna virði, ... ekki metið til fjár.
Ekki er ókeypis fyrir ríkið að sjá um meðferð, vistunarúrræði, vinnutap, kostnað við þjófnað og önnur skemmdarverk, hjá þessum hópi.
Betra að borga nokkrum sinnum 50 millur ef hægt væri að komast hjá þessum kostnaði að einhverju leyti.
Já, þær eru margar hliðarnar.
Beturvitringur, 30.8.2008 kl. 17:03
Hópíþróttir eru nú ekki taldar vera góð fyrirmynd, það er iðulega farið á fyllerí eftir leiki. Heilbrigð tómstundaiðkun kemur innan frá, ekki með aðstoð ríkisins. Mismunun kemur með inngripi ríkisins. Ríkið ætti að lækka skatta og gera þannig fólki kleift (með meira fé milli handa) að stunda íþróttir eða áhugamál sín.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 1.9.2008 kl. 22:05
Ég skil þetta öðruvísi núna. Góðar aths.
Beturvitringur, 2.9.2008 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.