6.8.2008 | 16:36
Forseta uppþvottaburstinn
Hver kannast ekki við að líða eins og aumingja með skítahlutskipti við uppvaskið? En ekki lengur. Með nýjasta uppþvottaburstanum í Forsetaseríunni frá Egozentric®©, þarf engum að líða eins og aumingja við uppvaskið. Þegar þú vaskar upp með samskonar bursta og forsetinn notar ertu ekki aumingi, heldur hátt settur aðili í fínni ríkisgreiddri veislu þar sem allir eru jafnir, fjórfættir sem tvífættir. Egozentric®© er nú með auglýsingaboli á sérstöku náttúruvænu kynningarverði handa þér til að ganga í og líða betur.
Forseta uppþvottaburstinn. Vertu flottur á því og notaðu sama bursta og forsetinn. Stærð 1-100. Litur: Þjóðlegur. Unninn úr handtýndri bómull af náttúruvænu þrælaökrunum í Súdan. 0,01% af sendingarkostnaði hvers selds bolar rennur óskipt í sjóð til minningar um Sjáseskú, hinn mikla leiðtoga Rúmena sem nú er fallinn frá. Verð 8999 kr.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Ekki vera vondur við forsetann. Hann getur ekkert að því að gert að vera svona.
Sigurður Sigurðsson, 6.8.2008 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.