Leita í fréttum mbl.is

Faldi markaðurinn og bældi markaðurinn

Það skemmtilega við markaðinn er að hann er allstaðar, en er að hluta til falinn og að hluta til bældur.

Faldi hlutinn er til dæmis ólöglegi fíkniefnamarkaðurinn (vond fíkniefni) og ólöglegi nýrnamarkaðurinn. Faldi hlutinn stendur fyrir allt sem plebbarnir geta ekki horfst í augu við að er markaðsvara og reyna að hindra fulltíða fólk í, sem þó ætti samkvæmt öllum náttúrulögmálum að ráða hvað það gerir við eigið líf og líkama, að nálgast. Þar sem er eftirspurn, þar er framboð. Þetta er jafn órjúfanlegt lögmál og þyngdarlögmálið. Ég á nýra, þig vantar nýra. Hvað ertu tilbúinn að borga? Kemur ríkinu það við? Á ég líkama minn eða ríkið?

Bældi hlutinn er til dæmis ríkisstyrkir til landbúnaðar og ríkissala hverskonar. Markaðurinn er bældur til að „bjarga“ bændum! Þeir sem tapa hvað mestu á þessu eru vesalings bændurnir. Þeir hjakka, leiðir og þungir og hræddir við breytingar, í sama farinu í stað þess að finna sér starf sem veitir þeim gleði og tilgang. Frjáls markaður myndi gera það fyrir þá. Ríkið hefur einkarétt á sölu víns (góð fíkniefni) og okrar á því undir þeim formerkjum að verið sé að vernda fulltíða fólk sem ætti samkvæmt öllum sólarmerkjum að ráða sér sjálft.

Heilagur Jeremías!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hver er heilagur Jeremías? Verndari ríkisstyrkja til handa bændum?

En mikið er ég sammála seinni helmingnum af færslunni. Ekki alveg sammála fyrri partinum. Held það sé ekki góð hugmynd að lögleiða ólyfjan, allavega á lítið land sem okkar ekki að vera í fararbroddi hvað það varðar. Íbúafjöldi myndi væntanlega fjórfaldast á tveimur vikum. Stór hluti þeirra nýbúa væri fólk sem hefði ekki efst á túdúlistanum að fá sér vinnu og borga skatta.

Ingvar Valgeirsson, 30.7.2008 kl. 10:09

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ólyfjan, ert þú tilbúinn til að meta hvað er ólyfjan og hvað ekki? Er kaffi ekki ólyfjan? Sykur er trúlega einhver mesti skaðvaldur sem um getur, er valdur að offitu sem kostar líf og fé í heilbrigðisþjónustu. Er rétt að banna sykur? Er hass ólyfjan? Morfín? Kókaín? Er ekki best að láta fólk sjálft um að meta þetta í stað þess að láta ríkið gera það? Eiturlyfjavítahringurinn er að mínum dómi miklu skaðlegri eins og hann er núna heldur en ef hver og einn væri látinn meta það, án aðstoðar löggjafans, hvort hann vilji kaupa þau eða ekki. Víti til varnaðar er áfengisbannið á fyrri hluta 20. aldar. Samt læra menn ekki og berja höfðinu við steininn. Vissulega þarf sameiginlegt átak nokkurra þjóða, það myndi verða skrautlegt ef Ísland væri eina landið í heiminum sem væri efnafrjálst. Reyndar var Ísland eiturlyfjalaust land fyrir 1974. Pældu í því!

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 30.7.2008 kl. 16:53

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég er sammála þínum hugleiðingum.

Stæsti eiturlyfjabaróninn á Íslandi er ríkið og eiturlyfjabarónar græða á tá og fingri. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 31.7.2008 kl. 20:15

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Hrokalaust þá fullyrði ég að þeir sem vilja (harðar) refsingar fyrir framleiðslu, dreifingu, sölu, vörslu og neyslu eiturlyfja (eitt eða fleiri þessara atriða) hafa einfaldlega ekki kynnt sér afleiðingar "stríðsins" gegn fíkniefnum og neikvæð áhrif þess á fíkla, samfélag og jákvæð áhrif á raunverulega glæpastarfsemi sem hengir sig á lögbannið (ofbeldi og þjófnaðir).

Og þá eru réttlætisrökin (sem ég virði mun meira) hér að ofan ekki einu sinni nefnd. Þeir sem láta slík rök framhjá sér fara og vilja hengja sig á tölfræði og þykkar skýrslur finna hér nóg efni til að grúska í. 

Íslendingar eru oft duglegir að skammast út í Bandaríkin og uppnefna samfélagið þar. Hér finnum við raunverulegt og áþreifanlegt dæmi um að hin bandaríska nálgun er slæm og ekki til að apa upp á Íslandi.

Geir Ágústsson, 2.8.2008 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband