24.7.2008 | 22:36
Litir stjórnmálaflokka
Stjórnmálaflokkar eru eins og fólk með marg-klofinn persónuleika; þeir þurfa að sýna á sér margar hliðar til að höfða til kjósenda. Þessar hliðar eiga oft og tíðum enga samleið. En það gerir ekkert til, aðalatriðið er að sigra í kosningunum.
Egozentric®© París, Mílanó, London, Róm, hefur tekið að sér fyrir góðan viðskiptavin að hanna lúxusfatnað sem, ásamt því að vera glæsileg hönnun, sýnir tvær megin hliðar stjórnmálaflokkanna sem haldið er uppi af ríkinu á Íslandi. Verðið er sem fyrr einstaklega hagstætt.
Frjálslyndi flokkurinn. Blár að utan en svartur að innan. Hægrisinnaður (blár) þjóðernisrembingur sem elur á útlendingahræðslu (svartur). Stærð 1-100. Verð 9000 kr.
Vinstri grænir. Grænn að utan en rauður að innan. Þykist vernda náttúruna (grænn) en er bara gamall kommúnistaflokkur með allar röngu lausnirnar (rauður). Stærð 1-100. Verð 9000 kr.
Framsóknarflokkurinn. Grænn að utan og grænn að innan. Afturhaldssinnaður sérhagsmunaflokkur (grænn) sem stendur vörð um óhollt og rándýrt styrkjakerfi í landbúnaði (grænn). Stærð 1-100. Verð 9000 kr.
Sjálfstæðisflokkurinn. Blár að utan en grænn að innan. Hægri sinnaður framfaraflokkur sem leggur áherslu á einstaklingsframtak og frelsi (blár) sem þrátt fyrir það stendur vörð um óhollt og rándýrt styrkjakerfi í landbúnaði sem og ríkiseinokun á vínsölu (grænn). Stærð 1-100. Verð 9000 kr.
Samfylkingin. Ljósblá að utan en rauð að innan. Gefur sig út fyrir að vera frjálslyndur framfaraflokkur með lausnir og svör við öllu (ljósblár) en er í raun gamall forsjárhyggjuflokkur með eigin völd fyrst og fremst á stefnuskránni (rauður). Stærð 1-100. Verð 9000 kr.
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík. Bleikur að utan en blár að innan. Tímabundinn bolur fyrir síðustu kosningar. Mjúku fjölskyldumálin á oddinum (bleikur) en gamli góði Sjálfstæðisflokkurinn inn við beinið (blár). Stærð 1-100. Verð 29000 kr. (takmarkað upplag).
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Þú gleymir að fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar var íhaldið farið að skreyta sig með bleiku, hvað sem það átti að tákna.
Jakob Falur Kristinsson, 24.7.2008 kl. 22:51
VG grænir að utan en rauðir að innan. Þessvegna var þetta einhverntíma kallað "vatnsmelónupólítík".
Ingvar Valgeirsson, 25.7.2008 kl. 13:29
Það mætti setja flokkana upp sem ávexti. VG: Melóna, Frjálslyndir: Sveskja, Sjálfstæðisflokkur: Rúsína, Samfylking: Blóðappelsína, Framsókn: Græn baun...
Þegar þú segir það herra Jakob. Aðalhönnuðurinn hefur bætt við einum bol.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 25.7.2008 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.