Leita í fréttum mbl.is

Litir stjórnmálaflokka

Stjórnmálaflokkar eru eins og fólk með marg-klofinn persónuleika; þeir þurfa að sýna á sér margar hliðar til að höfða til kjósenda. Þessar hliðar eiga oft og tíðum enga samleið. En það gerir ekkert til, aðalatriðið er að sigra í kosningunum.

Egozentric™®© París, Mílanó, London, Róm, hefur tekið að sér fyrir góðan viðskiptavin að hanna lúxusfatnað sem, ásamt því að vera glæsileg hönnun, sýnir tvær megin hliðar stjórnmálaflokkanna sem haldið er uppi af ríkinu á Íslandi. Verðið er sem fyrr einstaklega hagstætt.

Frjálslyndi flokkurinn

Frjálslyndi flokkurinn. Blár að utan en svartur að innan. Hægrisinnaður (blár) þjóðernisrembingur sem elur á útlendingahræðslu (svartur). Stærð 1-100. Verð 9000 kr. 

Vinstri grænir

Vinstri grænir. Grænn að utan en rauður að innan. Þykist vernda náttúruna (grænn) en er bara gamall kommúnistaflokkur með allar röngu lausnirnar (rauður). Stærð 1-100. Verð 9000 kr.

Framsóknarflokkurinn

Framsóknarflokkurinn. Grænn að utan og grænn að innan. Afturhaldssinnaður sérhagsmunaflokkur (grænn) sem stendur vörð um óhollt og rándýrt styrkjakerfi í landbúnaði (grænn). Stærð 1-100. Verð 9000 kr.

Sjálfstæðisflokkurinn

Sjálfstæðisflokkurinn. Blár að utan en grænn að innan. Hægri sinnaður framfaraflokkur sem leggur áherslu á einstaklingsframtak og frelsi (blár) sem þrátt fyrir það stendur vörð um óhollt og rándýrt styrkjakerfi í landbúnaði sem og ríkiseinokun á vínsölu (grænn). Stærð 1-100. Verð 9000 kr.

Samfylkingin

Samfylkingin. Ljósblá að utan en rauð að innan. Gefur sig út fyrir að vera frjálslyndur framfaraflokkur með lausnir og svör við öllu (ljósblár) en er í raun gamall forsjárhyggjuflokkur með eigin völd fyrst og fremst á stefnuskránni (rauður). Stærð 1-100. Verð 9000 kr.

Sjáfstæðisflokkurinn í Reykjavík

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík. Bleikur að utan en blár að innan. Tímabundinn bolur fyrir síðustu kosningar. Mjúku fjölskyldumálin á oddinum (bleikur) en gamli góði Sjálfstæðisflokkurinn inn við beinið (blár). Stærð 1-100. Verð 29000 kr. (takmarkað upplag).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þú gleymir að fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar var íhaldið farið að skreyta sig með bleiku, hvað sem það átti að tákna.

Jakob Falur Kristinsson, 24.7.2008 kl. 22:51

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

VG grænir að utan en rauðir að innan. Þessvegna var þetta einhverntíma kallað "vatnsmelónupólítík".

Ingvar Valgeirsson, 25.7.2008 kl. 13:29

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það mætti setja flokkana upp sem ávexti. VG: Melóna, Frjálslyndir: Sveskja, Sjálfstæðisflokkur: Rúsína, Samfylking: Blóðappelsína, Framsókn: Græn baun...

Þegar þú segir það herra Jakob. Aðalhönnuðurinn hefur bætt við einum bol.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 25.7.2008 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband