19.7.2008 | 16:14
Fyrir aðdáendur
Egozentric Designs®© París, London, Róm, Tókíó, New York, Mílanó, Reykjavík, hefur eignast marga aðdáendur úti í hinum stóra heimi vegna eigingjarna starfa fyrir sjálfa sig. Egozentric Designs®© vill ekki vera eftirbátur margra tískuhúsa td. Dolce og Gabbana (sem eru víst hættir saman) sem framleiða í miklu magni fatnað sem eru ekkert annað en auglýsingar fyrir þau sjálf. Hvað er snjallara en að gera viðskiptavinina að gangandi auglýsingum og láta þá borga fyrir það? Fátt. Egozentric Designs®© tekur ofan fyrir slíkum snillingum og apar blygðunarlaust eftir þeim. Hér er hann, kæru aðdáendur, bolur handa ykkur fyrir sanngjarnt verð.
Egozentric®© Rauður. Stærðir 1-100. Verð 10,000. Sérhannað fyrir aðdáendur. Áritaður bolur: 100,000.
Egozentric®© Grænn. Stærðir 1-100. Verð 10,000. Sérhannað fyrir aðdáendur. Áritaður bolur: 100,000.
Mikilvægt er fyrir aðdáendur að vita að með því að kaupa vörur með merki eru þeir að staðsetja sig í heiminum, sýna að þeir eru menn með mönnum, konur með konum, menn með konum og konur með mönnum; sýna að þeir eru flottir, með á nótunum, þekkja fræga fólkið, eru heimsborgarar. Vellíðanin sem fylgir því að vera flottur er mikils virði. Þessvegna er verðið svona sanngjarnt.
Egozentric®© Svört taska. Verð 10,000. Sérhannað fyrir aðdáendur. Árituð: 100,000.
Egozentric®© Gul taska. Verð 10,000. Sérhannað fyrir aðdáendur. Árituð: 100,000.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.