17.7.2008 | 05:05
Berjumst gegn hlýnun heimsins
Vegna hinnar gífurlegu hættu sem steðjar að mannkyni vegna hækkandi hita vegna sóðaskapar manna setti Egozentic Designs®© Tokyo, Canberra, Mílanó, Peking, nýlega á markað undirfatnað sem segir allt sem segja þarf og það á tveimur tungumálum. Verðið er sem fyrr einstaklega hagstætt, enda er það aðalhönnuðinum mikið hjartans mál að græða sem mest á alheimshlýnuninni. Vegna þess hve hlýtt er orðið, samkvæmt því sem Al Gore segir og byggir á öruggum gögnum, neyðast menn til að vera í þonginu eða brókinni einni fata við mótmælin. Hitinn hefur gert það að verkum að fataframleiðendur eru nú í vandræðum með birgðirnar. Það er ekki einu sinni hægt lengur að mótmæla í nærbolnum! Egozentric veit hvaða leik skal leika í þeirri stöðu: Gera fötin efnisminni. Ekkert efnisminna en snilld.
Fight global warming Women. Stærð 1-100. Verð 10.000 kr. Vinur: Vinir jarðar.
Berjumst gegn hlýnun Kvenna. Stærð 1-100. Verð 10.000 kr. Vinur: Vinir jarðar.
Fight global warming Men. Stærð 1-100. Verð 10.000 kr. Vinur: Vinir jarðar.
Berjumst gegn hlýnun Karla. Stærð 1-100. Verð 10.000 kr. Vinur: Vinir jarðar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Miklir möguleikar til úrbóta
- Tveir grunaðir um stórfellt fíkniefnalagabrot
- Opna aftur um leið og þau geta
- Gjöld á ferðaþjónustuna hækki
- Tíðindi í nýrri könnun: Framsókn út af þingi
- Stal nokkur hundruð kílóum af kjötvörum
- Spursmál: Samfylkingin lækkar flugið
- Blanda íbúða, þjónustu og verslana
- Höfum sloppið bærilega með skaða af þessu gosi
- Ekki alltaf sammála Svandísi
Erlent
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Mikið er gaman að sjá að karlkyns-útgáfan skuli sýnd af raunverulegu módeli en kvenkyns-útgáfan ekki, þetta er svo oft á hinn veginn!!
Herdís Pála (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 19:08
Egozentric Designs™®© tekur mjög alvarlega alla mismunun gegn kyni og vill helst jafna út kynin í nafni jafnréttis og bræðralags. Nógu oft hafa konur þurft að horfa upp á nærföt af sér auglýst með módelum sem bara eru til í photoshop. Egozentric Designs™®© vill berjast gegn þessu í von um gróða.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 18.7.2008 kl. 19:06
Þetta viðhorf er örugglega vænlegt til gróða!
Herdís Pála (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 18:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.