22.7.2008 | 05:55
Furðu líkar áhyggjur
Verðbólga, bankar í erfiðleikum, lágt gengi gjaldmiðilsins, dýrt bensín, niðursveifla í hagkerfinu, uppsagnir, atvinnuleysi, lækkandi fasteignaverð.
Þessar áhyggjur gætu verið klipptar út úr Morgunblaðinu. En eru það ekki. Heyrði þetta í útvarpinu hér í Kaliforníu syðri.
Ekki nóg með það heldur er kornið orðið svo dýrt að það borgar sig ekki lengur að framleiða etanól-eldsneyti úr því. Etanólævintýrið hefur kostað margan manninn mikið fé vegna þess að aukin eftirspurn eftir korni hefur hækkað verð matvæla sem búin eru til úr korni, til dæmis Kornflexi. Kelloggs hefur gripið til þess ráðs að minnka pakkana án þess að lækka verðið. Neytendur ekki hressir.
Þetta er ekkert, ég skal segja þér annað. Einn stærsti íbúðalánasjóður USA er farinn á hausinn vegna þess að hann lánaði, meðal annarra, 85 ára gömlum manni í hjólastól með ekkert lánstraust fyrir heilli íbúð.
Góðir Íslendingar, ekki örvænta. Þið eruð í sömu súpunni og allir aðrir.
Munið bara, og ég hef þetta eftir góðum vini mínum, að bankarnir eru ekki vinir ykkar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Nei, þetta getur ekki verið rétt. "Kreppan" hérna heima er eingöngu hér á landi og algerlega ríkisstjórninni að kenna!
Ingvar Valgeirsson, 22.7.2008 kl. 12:03
Fólk andskotast útí Gunnara og Geira þótt það hafi sjálft komið sér á flæðisker, hér á landi sem víðar í hinum "siðaða" heimi.
Beturvitringur, 22.7.2008 kl. 14:01
Öll ríki í dag (með örfáum undantekningum) reka seðlabanka með einokunaraðstöðu á útgáfu peninga á sínum umráðasvæði (þótt þeim peningum megi gjarnan skipta út fyrir samskonar einokunarpeninga annarra seðlabanka, en síður frjálsum peningum).
Meira og minna allir þessir seðlabankar fylgja sömu keynísku hagfræðinni (með smá slettu af Milton Friedman); að peningamagn í umferð eigi að auka jafnt og þétt, með lækkandi vöxtum í "hallæri" og hækkandi í "góðæri" til að hafa áhrif á vöxt peningamagnsins (gjarnan samt þannig að aukning peningamagns sé um 2-3% á ári).
Eftir áralanga verðbólgu (mörg ár af framleiðslu ódýrra peninga) er ekki að undra að þegar hriktir í stoðunum á einum stað þá hriktir í þeim öllum allstaðar. Kerfið er byggt á brauðfótum frá Kaliforníu til Íslands og raunar mun víðar.
Geir Ágústsson, 22.7.2008 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.