15.7.2008 | 05:56
Kjósið Ómar
Hrikalegt er fyrir aðalhönnuðinn að horfa upp á vin sinn engjast um í snöru vestrænna viðhorfa sem taka ekkert tillit til aðstæðna heimafyrir. Skilningsleysi á innlendum aðstæðum er rétt að kalla þessar ofsóknir, rétt eins og ráðamenn Íslands segja þegar útlendingar hvá yfir háu vínverði, ríkisstyrkjum til landbúnaðar, verðtryggingu og háum söluskatti. Egozentric Designs®© London, París, Róm, Amsterdam, stendur við bakið á sínum. Styrkið Ómar, styrkið Egozentric og kjósið að kaupa Egozentric bol. Darfúr er paradís á jörðu. Þjóðernishreinsanir eru ekki þjóðernishreinsanir, heldur almenn hreingerning þar sem þjóðernið er hreinsað burt, enda er það bara skítur sem festist undir skónum. Súdan hefur ekki kallað allt ömmu sína hingað til og það hefur Ómar ekki gert heldur. Munið: Milljónasta hver króna af seldum bol er lögð inn á einkareikning viðkomandi vinar í Sviss til baráttunnar fyrir betri heimi.
Vote for Omar al-Bashir. Verð 4000 kr. Stærðir 1-100. Land vinar: Súdan. Vinur: Ómar frændi.
Ákærur birtar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Ef þér er alvara þá ættirðu að skammast þín.
Atli Viðar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 12:11
hahhahaha góður
Brynjar Jóhannsson, 15.7.2008 kl. 12:49
Ég biðst velvirðingar ef írónían hefur farið framhjá þér.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 15.7.2008 kl. 17:07
Þú fyrirgefur, ég var ekki viss. :) Írónía er gríntegund sem fer oft framhjá mér.
Atli Viðar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 09:14
Ekki málið . Ekki láta þér bregða þótt það séu fleiri svona „vafasöm“ dæmi í þessu blogi.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 16.7.2008 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.