Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Hækkandi bensínverð hlýtur að valda sósíalistanum miklu hugarangri, því það er bæði gott og skítt samkvæmt hugmyndafræði hans.
Gott því það minnkar eldsneytisnotkun og þar með hina ósanngjarnt illa liðnu "losun koltvísýrings" í andrúmsloftið.
Skítt því verkalýðurinn, höfuðvígi sósíalistans, er sá sem líður mest þegar orkuverð er hækkað.
Sem betur fer hefur Kyoto-sáttmálinn verið hunsaður í verki þótt allir tali um hann í orði. Ef honum hefði verið framfylgt í einhverjum mæli á Vesturlöndum þá væri olíuverð enn hærra og almenningur þurft að blæða enn hressilegar fyrir hækkandi olíuverð!
Geir Ágústsson, 30.6.2008 kl. 18:18
Ég vorkenni þeim mest sem hafa ekki lengur efni á að aka á bílnum sínum á næsta mótmælafund fyrir minni mengun.
Kyoto-plaggið er mesta hræsni sem um getur. Stjórnmál samtímans í hnotskurn.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 1.7.2008 kl. 01:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.