15.6.2008 | 19:39
Nú er lag fyrir rafmagnið - gægst inn í framtíðina
Olíuverð þarf að ná svo og svo miklum hæðum til að það borgi sig að þróa og framleiða rafmagnsbíla. Nú er sú stund runnin upp. Olíuframleiðendur eru að pissa í skóinn sinn með því að halda framboði niðri, en aukin eftirspurn hækkar verðið líka svo þeir eru ekki að spræna á fullu, heldur hægt og rólega.
Tvinnbílar sem ekki er hægt að hlaða heima eru bara millibilsástand, verða ekki lengi þannig. Hagkerfið þarf að venjast nýjum veruleika smátt og smátt. Tvinnbílar sem slíkir verða í minnihluta í framtíðinni, rafmagnsbílar munu verða 90% af bílaflotanum, ekki nokkur vafi.
Í framtíðinni tekur maður nýjar rafhlöður á bensínstöðvum (rafhlöðustöðvum), þegar gömlu eru tómar. Þá verður búið að finna upp rafhlöður sem eru léttari en þær sem tíðkast í dag og munu ekki missa hleðslugetuna við notkun.
Bílnum verður ekið á sérstakt bretti og sjálfvirkt tæki losar þær undan bílnum og setur nýjar í staðinn, rétt eins og þegar skipt er um rafhlöður í leikfangabílum.
En þeir sem aka innanbæjar, munu ekki þurfa á rafhlöðuskiptum að halda, aðeins þeir sem aka langt. Það verður ekki mikil þörf fyrir rafhlöðustöðvar á Íslandi.
Nú um stundir fær ríkið gríðarlegar tekjur af bílaflotanum í gegn um skatta við innflutning og sölu, og skatta af eldsneytinu (sem hafa hækkað mikið með auknum straumi ferðamanna um landið). Miklu meira en varið er til að bæta vegakerfið. Réttast væri að ríkið lækkaði ofurskattana þegar nýju bílarnir koma og búi ekki til nýja skattstofna. Tekjur ríkisins eru allt of miklar nú þegar. Helsta verkefni Íslendinga á 21. öld er að lækka skattana og minnka umsvif ríkisins. En þetta er óskhyggja, eins og staðan er nú, ríkið þenst út hraðar en nokkru sinni fyrr (flestir stjórnmálamenn eru jú í þessu starfi valdanna vegna, hví skyldu þeir vilja minnka völd sín? það er þversögn). Líklega verða skattar af rafmagnsbílum innheimtir með mælum (svipað og Fastrak) sem verða í bílunum, og þá greiða þeir mest sem aka mest. Það er sanngjarnast að mínum dómi.
Tvennt vinnst með rafmagnsvæðingu bílaflotans: A) Við þurfum ekki olíu lengur og aukum því ekki við olíugróða einræðisherranna í miðausturlöndum og glæpamannanna í Kreml. Það er geysilegt fagnaðarefni. B) Mengun sem hlýst af brennslu olíu hverfur og það hlýtur að vera gott fyrir umhverfið.
Þegar bílaflotinn verður kominn með rafhlöður, lækkar verðið á eldsneytinu hratt og þá munu flugfélög njóta góðs af.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Hjartanlega sammála þér!
Ágúst H Bjarnason, 17.6.2008 kl. 07:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.