Leita í fréttum mbl.is

Mannréttindi fótum troðin

Það eru sjálfsögð mannréttindi að hafa val um matvæli, rétt eins og það eru sjálfsögð mannréttindi matvælaframleiðenda í sjávarútvegi að selja fisk hindrunarlaust til útlanda. Tafir á auknum mannréttinum að þessu leyti hérlendis er aðeins ein viðbótin enn við langa sögu sérhagsmunaþjónkunar. Á meðan búum við við skert lífsgæði. Hver sá sem trúir því að matvæli framleidd á Íslandi séu betri en matvæli framleidd í útlöndum, og það þurfi að loka landinu fyrir þeim af þeim sökum, er ginningarfífl. Flestir vita betur, afsakanirnar gegn innflutningi eru ömurlegt yfirklór og sjálfsblekking. Fáar, ef nokkrar, sérhagsmunaþjónkanir eru dýrari en einmitt þessi. Fyrir utan það sorglega ástand að fá t.d. ekki boðlegt nautakjöt í verslunum eru lífsgæði íslenskra fjölskyldna skert vegna gríðarlegra útgjalda við að halda uppi matvælaframleiðslu í landinu. Ég skora á ráðherra að láta ekki almannahagsmuni víkja fyrir sérhagsmunum.
mbl.is Breytingar á matvælalögum í þágu bænda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það besta sem gæti komið fyrir íslensku bændastéttina er að fá að keppa á jafnréttisgrundvelli við aðrar þjóðir í matvælaframleiðslu. Sér-„hagsmunaaðilar tengdir landbúnaði“ er dýrasti hópur sem þjóðin hefur nokkru sinni haft á fóðrum.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 9.6.2008 kl. 21:41

2 Smámynd: Beturvitringur

Ég hef alltaf verið sáttur við þá skýringu að dýrin okkar hafi undirbúið ónæmiskerfi fyrir þann fjölda krankleika sem grassera víða erlendis. Þau dýr sem fyrir löngu eru orðin ónæm lasnast þá ekki svo ekki þarf að dæla í þau lyfjum (og ólyfjan) sem ég held að mannfólkinu verði heldur ekki gott af.

Yfirborðsgáfumannatal mitt skín í gegn, en mér finnst þetta rökrétt, en það þarf ekki að vera rétt.

Ætla nú frekar að hafa vit á því að lesa umfjöllun annarra.  Það er hárrétt að ræða þessi mál.

Beturvitringur, 9.6.2008 kl. 23:07

3 Smámynd: Beturvitringur

Gat nú ekki einu sinni böglað þessu skiljanlega út úr mér. Átti að vera

að >>>  Okkar dýr hafi ÓUNDIRBÚIÐ ónæmiskerfi til viðtöku "erlendra sjúkdóma"

að >>>  Að dýrin ERLENDIS hafi byggt upp sitt ónæmiskerfi og þoli því ýmislegt án inngrips (lyfja o.þ.u.l.) 

Beturvitringur, 9.6.2008 kl. 23:11

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ofan á tollavernd fá íslenskir bændur svo milljarða á milljarða ofan í styrki - hvað ætli við séum raunverulega - þegar skattgreiðslurnar eru teknar inn í - að greiða fyrir kílóið af lambalæri?

Ingvar Valgeirsson, 9.6.2008 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband