17.5.2008 | 10:45
Strikamerkið snýr að skannanum
Sem meðvitaður neytandi og góðhjartaður að eigin áliti ákvað ég eitt sinn að gera afgreiðslubarninu á kassanum lífið léttara með því að raða öllum vörum þannig á færibandið að strikamerkið sneri að skynjaranum. Það gekk ljómandi vel, barnið skannaði alla matarkörfuna á met-tíma. Vörurnar hrúguðust upp á aftara færibandinu og ég hafði ekki undan að raða í pokana. Áður en varði var barnið farið að afgreiða næsta viðskiptavin og vörur hans hrúguðust utan í mínar. Það myndast alltaf einhvers konar drullaðu-þér-út-ástand þegar maður hamast við að raða í pokana og greiðir, en aldrei eins ýkt og þegar ég ákvað að vera góður. Nú er ég hættur að vera góður. Það er bara óþægilegt, og maður fær engar þakkir, eins og til dæmis hjálp frá kassabarninu við að raða í pokana, í staðinn. Held meira að segja að það hafi ekki einu sinni tekið eftir góðverki mínu. Mér finnst þetta ljóður á ráði kaupmanna að hafa engan til að hjálpa fólki að raða í poka. Ég minnist þess að í Bandaríkjunum setti afgreiðslumaðurinn vörurnar beint í poka (sem voru opnir í sérstökum stöndum) og það var meira að segja líka starfsmaður sem hjálpaði til. Það var þjónusta í lagi. Ég ætla að prófa að snúa strikamerkjunum að skynjaranum næst þegar ég versla í því ágæta landi.
Boðskapur sögunnar er að það borgar sig ekki alltaf að vera góður, eins kaldranalega og það hljómar nú. Laun heimsins eru vanþakklæti. Sniff.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 114843
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Manstu tegar vid unnum vid ad rada vørum i poka i Hagkaupum i Skeifunni fyrir rumlega 25 arum sidan Orri, og kassadaman turfti ad stimpla allt inn i kassann? Tjodverjar eru med nokkrar verslanakedjur herna i Danmørku tar sem plassid sem kunnar fa til ad rada vørum i poka eda kassa eftir verslunarferd er litid, mjøg litid. Fjøldaframleidsla er ordid sem kemur okkur neytendum einhversstadar til goda kannski, allavega herna. Kvedja.
Vilberg Olafsson (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 19:06
já ég man eftir því þegar þú segir það. Síðan þá hef ég verið sérfræðingur í að raða í poka og mun fljótari en hinn venjulegi almúgamaður.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 18.5.2008 kl. 12:14
Fyndið þetta með strikamerkjaaðsnúningnum. Gerði þetta á tímabili (fleiri vel uppaldir :) Hætti um það bil sem blessaður sljói kassapíparinn hafði næstum skutlað seinustu vörupakkningunum mínum í fólk sem átt leið hjá rennuborðinu, slíkur var atgangurinn. Ekki skal taka fram þjóðerni starfsmanns, enda um tvennt að velja; útlending sem skilur ekki neitt - af eðlilegum ástæðum - og Íslending sem skilur ekki neitt að því er virðist, af því að hann er venjulegur íslenskur hálfviti.
Beturvitringur, 18.5.2008 kl. 15:10
Gættu þín á góðmennskunni því ef þú ferð yfir strikið verður þú gólftuska þess er góðsemin beindist að.
Halla Rut , 18.5.2008 kl. 21:16
Getur verið að góðmennska sé í raun skilaboð til viðtakandans: Ég er þjónn þinn, ég skal þjóna þér, komdu illa fram við mig. Getur verið að viðtakandinn hugsi: Ég er ekki verðugur neinnar hjálpar, þeir sem hjálpa mér eru bjánar sem ég get notað sem gólftusku.
Mig grunar að svona sé.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 22.5.2008 kl. 15:25
Hingað til hef ég misskilið "strika"-merkingar, fattaði loks núna að þau eru til að maður fari ekki yfir strikið í undirgefni.
Beturvitringur, 23.5.2008 kl. 00:50
Samanber: Farðu ekki yfir strikamerkið
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 23.5.2008 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.