Leita í fréttum mbl.is

Ekkert að óttast

Fátt er skemmtilegra en dómsdagsspár sem skáka hvor annarri út. Áhyggjufullir Byron-sérfræðingar sem verja öllum sínum akademísku kröftum í greinaskrif um loftslagsmál geta hætt því nú þegar. Síðustu áratugi hafa ófáir snillingarnir spáð því að olía gangi senn til þurrðar, eftir 10 ár, 15 ár og svo framvegis. Og enn er verið að spá því að olían klárist. Ég held að flestir geti verið sammála um að olían mun klárast á næstu 100 árum, amk. minnka mjög mikið, ég tala nú ekki um ef allir Kínverjar kaupa sér bíl. Það er vitaskuld hryllileg framtíðarsýn. Hugsið ykkur öngþveitið! Ekkert bensín! Ekkert eldsneyti til að setja á einkaþotuna til að komast á næstu umhverfisráðstefnu!

Fátt er svo með öllu illt... Ef engin er olían er heldur enginn útblástur koltvísýrings!

Hin stórkostlega hætta sem mannkyni stafar af gróðurhúsagasinu mun hverfa af sjálfri sér.

Þessu fylgir mikill léttir, en líka tregi. Nú vantar mig dómsdagsspá í formi Heimur versnandi fer til að næra óttann, óttann sem lúrir í dulvitundinni og heimtar sitt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað með kolin, veldur brennsla á þeim kannski ekki gróðurhúsaáhrifum?

Jón (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 13:57

2 Smámynd: Beturvitringur

Ég er nú svo kærulaus og eiginnaflahyglin á því stigi að ég sætti mig við svartagallsraus vegna tortímingar framtíðarinnar með því að afkomendur mínir verða þá svo lítið skyldir mér að "skidt og la' gaa"

Beturvitringur, 11.5.2008 kl. 14:46

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Vissulega herra Jón, verði kolin ekki búin líka, en þú getur ímyndað þér léttinn fyrir umhverfið þegar olían klárast. Það verður sannkallaður gleðidagur í mörgu tilliti. Ég myndi byrja að fagna strax ef ég væri þú.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 11.5.2008 kl. 16:34

4 Smámynd: Ragnar Bjartur Guðmundsson

Áður en til þess kemur að olían klárist verður orðið hagkvæmara að nýta aðra orkugjafa - þ.e. hlutfallslega ódýrara - þannig að hún klárast líkast til aldrei alveg. Það verður slatti eftir á svæðum þar sem of kostnaðarsamt er að ná til hennar til að það borgi sig.

Ragnar Bjartur Guðmundsson, 11.5.2008 kl. 17:35

5 Smámynd: Ragnar Bjartur Guðmundsson

...sem breytir auðvitað engu um röksemdafærsluna hjá þér - hún er jafn góð! Ég hélt annars að það væri löngu búið að finna hina nýju ógn - islamista. Þeir éta víst börn.

Ragnar Bjartur Guðmundsson, 11.5.2008 kl. 17:37

6 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Nú er lag fyrir rafmagnið maður! Mikið hlakka ég til þegar rafmagnsbíllinn kemur fyrir alvöru. Þá fara krónurnar okkar ekki undir kodda einræðisherranna í miðausturlöndum og glæpaklíkunnar sem stjórnar Rússlandi.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 11.5.2008 kl. 22:18

7 Smámynd: Ragnar Bjartur Guðmundsson

...að ógleymdum Norsurnum.

Ragnar Bjartur Guðmundsson, 11.5.2008 kl. 22:56

8 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það er nokkuð til í því að gróðurhúsavandinn leysist þegar olían verður búin. Svo væri líka hægt að sprengja allar kjarnorkusprengjurnar í heiminum til að sú vá verði úr sögunni. En ætli sé samt ekki best að fara að huga að því núna strax að olían á eftir að verða munaðarvara.

Emil Hannes Valgeirsson, 11.5.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband