11.4.2008 | 09:23
Dæmdur til dauða, örkumls eða líkamstjóns
Það fer ekki á milli mála að þegar undirritaðir eru samningar um að verja milljörðum af skattfé til jarðgangnagerðar á fámennum stöðum á landsbyggðinni, er jafnframt verið að undirrita dauða-, örkumls- eða líkamstjóns-dóm yfir nokkrum einstaklingum sem aka um löngu úreltar stofnæðarnar í kringum Reykjavík. Það má líta svo á að samningurinn sé í tvíriti, frumritið er glæsilegur vitnisburður um kjördæmapot, atkvæðakaup og sérhagsmuni, en afritið er dómur yfir nokkrum saklausum vegfarendum sem neyðast til að aka um vegi sem ekki eru færðir til betra horfs vegna fjárskorts.
Við höfum ekki efni á að láta þetta viðgangast öllu lengur.
![]() |
Alvarlegt umferðarslys |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 114843
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Vel orðað hjá þér. Ég er utan af landi, Tálknfirðingur reyndar. Þar eru vegamál slæm, allt situr þar við sama keip. Forgangsröðunin hjá okkar yfirvöldum er verulega einkennileg, þ.e. fjármunirnir sem varið er til gangnagerða á afskekktum stöðum eru gríðarlegir meðan fjölförnustu vegir landsins eru ein dauðagildra.
Ég er búsettur á Hvolsvelli, sæki mína vinnu til Reykjavíkur þar sem ég starfa á þyrlum gæslunnar. Ég hef sjálfur lent í útköllum í umferðarslys á þessum kafla, og horft á hrikalegan árekstur í beinni á leið minni þarna um. þAð er ekkert skrítið við það að þarna verði slys (Hveragerði - Selfoss) því að vegurinn er manndrápssvæði frá A-Ö.
Vona að þeir sem lentu í slysinu nái sér að fullu aftur.
Friðrik Höskuldson (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 09:37
Það er nú að verða alveg ólíkindum að í hvert sinn sem slys verða þá er það yfirvöldum að kenna! Ég held að við ættum að líta í eigin barm og drullast til að fara að keyra eftir aðstæðum og lækka hraðann!!
Þorsteinn Þormóðsson, 11.4.2008 kl. 10:35
Þú ert úti að aka Þorsteinn sorakjaftur Þormóðsson. Það blasir við öllum, nema etv. þér, að vegirnir bera ekki lengur þann umferðarþunga sem á þá er lagður. Það er á ábyrgð yfirvalda að leggja vegi til samræmis við umferðarþunga og minnka slysahættu. Að því leyti eru þessi slys á ábyrgð yfirvalda.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 11.4.2008 kl. 11:48
Mikið er ég blessuð - hef ekki hugmynd um hvort "samtal" ÞÞ og SOS er "þykist-vera-fúll-leikur" tveggja vina eða orðfærið sé ekta. Þess vegna brosti ég.... Sælir eru fattlausir, þeir fatta ekki hvað þeir eru vitlausir :)
Beturvitringur, 11.4.2008 kl. 18:23
Er þér alveg innilega sammála, enda hef ég líka skrifað gagnrýni á þessa vitleysu sem viðgengst linnulaust. Á meðan er svo peningum eytt í göng fyrir fáeinar hræður (ekki það að ég sé á móti þeim) eða í sendiráð og utanríkisþjónustu og endalaust eru vegir með gríðarlegum umferðarþunga látnir sitja á hakanum og fólk ferst af slysförum, og ekkert endilega vegna gáleysis eins og sumir besservisserar halda fram.
Vitleysingurinn sem á að kallast Vegamálastjóri lét hafa eftir sér fyrir ekki alls löngu að það væri nóg að hafa Hellisheiðarveg 2x1 á breidd. Það myndi sko alveg duga. Greinilegt er að hann hefur ekki misst neinn nákominn í slysi í þessu víti eða að hefur hann ekki keyrt þarna í mörg ár, innan um alla vörubílamergðina og framúraksturinn. Aðallega opinberaði hann takmarkaðan áhuga sinn á því að hafa vegamál í mannsæmandi lagi.
Guðmundur Bergkvist, 11.4.2008 kl. 18:30
Ég er alveg bit. Á semsagt ekki að eyða peningum í að bæta vegakerfið úti á landi? Er sú lífshætta sem vestfirðingar leggja sig í á ferð um Óshlíð og Súðavíkurhlíð að vetrarlagi þá ásættanlegur fórnarkostnaður ef peningarnir renna frekar í að tvíbreikka alla vegi í kringum "borgina"?
Ekki misskilja mig, ég er alveg sammála því að umferðarþunginn er víða kominn fram yfir það sem kerfið ber. Víða á landsbyggðinni (a.m.k. á vestfjörðum) eru líka stórhættulegir fjallvegir sem halda mætti að hefðu orðið fyrir sprengju áras. Þú talar um stórhættulega vegi sem ekki eru lagaðir vegna fjárskorts, vegurinn um Dynjandisheiði var opnaður fyrir 50 árum og síðan hefur ekkert verið gert fyrir þann veg.
Jarðgöng eru víða skilyrði fyrir því að fólk geti sótt sér læknisþjónustu að vetrarlagi. Ein áætluð jarðgöng tryggja það að vegalengd milli nágrannabyggðarlaga styttist úr 900km að vetrarlagi í 90km. En það er líklega of mikið dekur við smábæjarliðið sem valdi sjálft að hola sér niður í slíkum útnára, eða hvað?
Vandamálið er ekki of mörg jarðgöng. Vandamálið er hættan sem stafar af mönnum sem geta ekki hamið sig í framhjáakstri.
Frekar enn að enn einu sinni taka peninga af landsbyggðinni til að setja suður, þá ætti að auka fjárútlát til vegamála.
Ársæll Níelsson, 11.4.2008 kl. 18:33
Vitaskuld er ég ekki á móti bættum samgöngum, hvar sem er á landinu, en það ber að svara brýnustu þörfinni. Brýnust Þörfin er á stofnæðunum í kring um borgina.
Nú er komið í ljós að slysavaldurinn í banaslysinu í morgun er talinn hafa sofnað undir stýri og farið yfir á rangan vegarhelming. Þorsteinn Þormóðsson og aðrir bjánar ætla væntanlega að segja við þá sem fengu sofandi manninn framan á sig: „Keyrið eftir aðstæðum og drullist til að lækka [sic!] hraðann!!“ Það fer vonandi ekki framhjá neinum lengur að þetta slys hafði ekkert með hraða að gera heldur of lítinn veg sem ber ekki umferðarþungann. Skilja þarf á milli akreina og hafa tvær í hvora átt. Það hefur sannað sig á Reykjanesbraut.
Beturvitringur vinkona mín, ég veit ekki hver þessi maður er. Það koma svona fuglar inn á bloggið þegar maður tengir við fréttir.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 11.4.2008 kl. 21:56
Það ætti að vera löngu búið að tvöfalda leiðina til Selfoss og Keflavíkur. Það er ekki laust við óttahnút í hvert skipti sem maður keyrir þessar leiðir sem ekki er sjaldan. Maður er mjög feginn í hvert skipti að komast lifandi og í heilu lagi á áfangastað.
Eins og þú segir þá er líka alls óvíst hvort þú komist heilu og höldnu á leiðarenda þó þú farir í öllu að umferðarreglum og hagir ökulagi eftir aðstæðum - það er nefnilega ekki vísst að hinir sem eru á sama vegi geri slíkt hið sama og þá er voðinn vís.
Dísa Dóra, 13.4.2008 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.