Leita í fréttum mbl.is

Sár aðdáandi Tinna

Frá því ég fyrst man eftir mér hefur Tinni verið vinur minn. Hann kenndi mér að lesa og hefur æ síðan glatt mitt litla hjarta. Sama hversu mörg ár ég legg að baki, alltaf hef ég jafn gaman að Tinna og félögum.

Fyrir um 20 árum gáfu einhverjir aumingjar út teiknimyndir sem gerðar voru upp úr bókunum. Ég lét glepjast og keypti seríuna af farandsölumanni í Kringlunni á raðgreiðslum. Þegar ég fór að horfa á myndirnar kom í ljós að þær voru mikill eftirbátur bókanna og það sem verst var að einn og sami leikarinn las fyrir allar persónurnar. Það hlýtur að hafa verið gert til að halda kostnaði niðri en það hélt líka gæðunum niðri.

Nú er búið að gefa út nýjar teiknimyndir byggðar á bókunum. Hvort það eru sömu teiknimyndir og áðurnefndar veit ég ekki. En mikið óskaplega særði það mig að sjá Vindla Faraós rangt stafsetta á kápunni. Það eitt og sér er nóg fyrir mig. Ég mun ekki kaupa þá, þótt auglýst sé á hulstrinu að það sé ný íslensk talsetning.

Vindlar Faraós á það að vera


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ársæll Níelsson

Ég ólst sjálfur upp við teiknimyndirnar (Andrés Önd kenndi mér að lesa) þar sem Eggert Þorleifs sá um alla raddsetningu. Mér þótti það alltaf nokkuð viðkunnalegt. Í nýju útgáfunni er um sömu teiknimyndir að ræða. Aðeins er búið að gefa þeim andlitslyftingu með stafrænum hætti auk þess sem búið er að hleypa fleiri leikurum að míkrafóninum. Felix Bergsson talar fyrir Tinna.

Ársæll Níelsson, 10.4.2008 kl. 19:13

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Vond talsetning. Ég var hinsvegar svo stálheppinn að fá dvd-pakkann í jólagjöf á ensku, sem er ágætt - sirka grilljón sinnum betra en íslenska útgáfan. Skilst reyndar að franska útgáfan sé best, en ég nenni ekki að læra frönsku bara til að sjá Tinna á frummálinu...

Ingvar Valgeirsson, 14.4.2008 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband