4.4.2008 | 13:59
Á myndina vantar
Á fundi sem haldinn var nýlega á eyjunni Madagaskar um heimsenda vegna sóðaskapar manna kom fram að ef við bætum ekki okkar ráð hið snarasta mun heimurinn farast og það fyrr en við höldum. Helstu vísindamenn Sameinuðu þjóðanna (sjá mynd) sóttu fundin ásamt tveimur mestu spámönnum heims í loftslagsfræðum, Al Gore og Ólafi R. Grímssyni.
Mynd: Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna sem lagt hefur fram margar góðar skattatillögur um aðgerðir gegn hlýnun vegna manna. Frá vinstri: Dr. Rask K. Gat, Dr. Stirkur Shodum, Dr. Brundur I. Kuntz, Dr. Blaue H. Landkopf, Dr. Thom T. Unndal, Dr. Rang T. Firaser og Dr. Fals S. Pamann. Á myndina vantar Ólaf R. Grímsson og Al Gore, en þeir voru uppteknir að skoða einkaþotu þess fyrrnefnda.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Hvaða einkaþotu?
Samkvæmt þessarri frétt þá notar hann ekki svoleiðis:
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/04/07/bilun_i_vel_gores/
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 11:04
Þeir voru uppteknir á Bessastöðum að skoða frímerkisafnið hennar Dórríðar.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/04/07/al_gore_a_bessastodum/
Guðmundur Bergkvist, 7.4.2008 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.