1.4.2008 | 09:15
Eftirlætis diskurinn
Hver hefði trúað því að diskurinn sem ég fékk í jólagjöf (áritaðan af Sigurgeiri frænda mínum) með Geir Ólafs skyldi verða eftirlætis diskur Ragnars Orra sonar míns? Trúlega enginn, en það er ótrúlegt hvað hann hefur gaman að diskinum. Hann getur hreinlega ekki hætt að leika sér með hann. Allt annað dót hverfur í skuggann af þessum einstaka diski.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Vegna sýkingarhættu, ættuð þið að setja hann öðru hverju í uppþvottavélina (sterkari efni en við handgert uppvask)
Beturvitringur, 1.4.2008 kl. 12:20
Þetta er góð tillaga og mun ég setja hann í uppþvottavélina strax í kvöld.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 1.4.2008 kl. 16:18
Ýmislegt hefur hann Geir ræfilinn þurft að þola í gegnum tíðina og því fagna ég því að hann skuli vera á leiðina í uppþvottavélina.
Hann ætti að standa eftir hreinn og beinn eftir það, ja, alla vega hreinn.
Neddi, 1.4.2008 kl. 18:36
Ætli Geir þurfi ekki að fara í afvötnun eftir volkið? Ég segi ekki meir Geir!
Guðmundur Bergkvist, 3.4.2008 kl. 21:45
Þarna er illa farið með góða gjöf frá frænda þínum. Ég veit að Sigurgeir vill fá diskinn lánaðan við tækifæri enda er Geir Ólafs í uppáhaldi. Vonandi er hann ekki orðinn rispaður
Jonni (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 22:54
Hafðu engar áhyggjur, Ég er búinn að segja Ragnari Orra að hann megi ekki rispa diskinn.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 10.4.2008 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.