6.2.2008 | 15:13
Hafnað af Sorpu
Fátt er meira niðurlægjandi en að vera hafnað af Sorpu, en það er einmitt það sem gerðist fyrir vin minn um daginn.
Það var verið að gera breytingar á heimilinu og við þær breytingar varð sófi útundan. Fínn sófi í fínu lagi, ekkert gamall, ekkert snjáður.
Gefa hann til Góða hirðisins varð niðurstaðan eftir miklar bollaleggingar og trega vegna þess að sófinn kostaði hundruð þúsunda á sínum tíma.
Vinur minn og kona hans tóku þessa ákvörðun hafandi í huga að með hinni höfðinglegu gjöf myndu þau mjög trúlega gera heimili fátæks manns að höll. Það blikaði tár á hvarmi konu hans við að sjá fyrir sér fátæka fjölskylduna hamingjusama í gamla sófanum þeirra, börnin glöð að hoppa í pullunum og foreldrarnir að hugsa hlýlega til gefendanna.
Þegar komið var í Sorpu sagði starfsmaðurinn: Nei takk. Settu þennan í gáminn merktan óflokkanlegt rusl.
Sófinn sem verið hafði heimilisprýði í öll þessi ár! Hvað segir þetta um heimili hans? Húsgögnin eru ekki einu sinni nógu góð fyrir Góða hirðinn!
Að mínum dómi ætti að vera áfallahjálparstreituröskunarteymi til taks þegar svona tilfelli koma upp. Við svona aðstæður verður lífið tómt og tilgangslaust, hlutirnir sem fóðrað hafa sjálfstraustið, sjálfsvirðinguna og sjálfsmatið reynast ekki leðurlíkisins virði!
Ég gæti grátið vini mínum til samlætis.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Standardinn hækkar heima se eg. Tad hefdi orugglega verid stofa i eihverjum bænum herna i Danmorku sem hefdi getad notad sofann.
Vilberg Olafsson (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 15:35
Það er orðið umhugsunarvert þegar góðgerðarsamtök og endurnýtingarmakaðir afþakka það sem er meira en fullboðlegt. Við þekkjum það að hafa loks tekið ákvörðun um að láta e-ð frá sér, leyfa frekar einhverjum að njóta, og það svo tekið út úr lúkunum á manni og hent, sennilega í óflokkanlegt sorp. Frekjan í okkur og kröfurnar eru yfirþyrmandi.
Beturvitringur, 6.2.2008 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.