30.12.2007 | 11:29
Fékk plötuna með Geir Ólafs!
Sá ánægjulegi atburður gerðist 24. desember síðastliðinn að Sigurgeir Orri (40) fékk nýju plötuna með Geir Ólafssyni (34) í jólagjöf. Meðan ég opnaði pakkann reyndi ég að giska á hvaða plata væri í honum, því ekki laug formið, það var plata í pakkanum, sagði Sigurgeir Orri í samtali við Slefað og skeint. Bróðir minn Jónas (39) er með einstaklega góðan tónlistarsmekk, er naskur á hæfileika á því sviði. Það kom mér því ekki á óvart að hinn ungi og efnilegi Geir Ólafs. skyldi vera í pakka frá honum og hans fjölskyldu, þótt ekki hafi mér dottið hann í hug er ég reyndi að giska á innihald pakkans. Sannarlega ánægjulegt. Mjög svo, og ekki spillti fyrir að platan var árituð. Árituð af Ice Blue sjálfum! Það er stórkostlegt. Þú hlýtur að vera í skýjunum. Í skýjunum er ég, það er rétt, en þótt platan sé árituð, er hún ekki árituð af listamanninum, heldur syni bróður míns, Sigurgeiri Jónassyni (12). Einmitt það. Er sá drengur eitthvað tengdur Frank Sinatra Íslands? Ekki svo ég viti. Þú munt þá ekki geta skipt gjöfinni? Nei, enda hefði ég aldrei skipt svona góðri gjöf. Langar þig til að segja eitthvað að lokum? Já, ég vil að það komi fram að ég met huginn að baki árituninni mikils. Álíka mikils og sjálfa gjöfina. Það er gleðigjafi að fá verk snillinga á borð við Geir Ólafs. árituð af öðrum en þeim.
Slefað og skeint þakkar Sigurgeiri Orra fyrir spjallið.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Dísa Dóra, 30.12.2007 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.