Leita í fréttum mbl.is

Ekki rassgat í Balí

Niðurstaða Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Balí var mikil vonbrigði, að mati Jóhanns Jónssonar umhverfisverndarsinna í samtali við Skinhelgi - tímarit um umhverfismál. „Mér fannst ekki ganga rassgat í Balí, það voru engin töluleg markmið sett í samkomulagið um takmörkun gróðurhúsalofttegunda. Bandaríkjamenn sögðu að miðað við fyrri markmiðin sem þeir neituðu að skrifa undir myndi þau ekki einu sinni nást þótt Bandaríkin og Kanada myndu slökkva á efnahagskerfum sínum, „go cold turkey“ eins og þeir sögðu vegna þess að í viku hverri er opnað eitt kolakynt orkuver að meðaltali í Kína og Indverjar auka blásturinn með miklum hraða líka.“ Ætlarðu að bregðast við þessari slæmu niðurstöðu Balífundarins? „Já, ég ætla að vera sannur umhverfisverndarsinni og hegða mér í samræmi við þá vá sem ég tel stafa af því að það hlýni. Ég á til dæmis 8 börn og ætla að borga hálfa milljón á hvert þeirra til Sólar í Hvalfirði til að kolefnisjafna þau. Hvað sjálfan mig varðar ætla ég ekki að fljúga neitt næstu 10 árin að minnsta kosti, og notast fremur við reiðhjól og fætur en bíl eða almenningssamgöngur. Börnin sem eru á aldrinum eins til níu ára ætla ég að flytja í sérstakri kerru aftan á hjólinu í dagvistun, skóla og tómstundastörf. Ef gróðurhúsalofttegundirnar fara ekki fljótlega að minnka mun ég skera niður matarskammt fjölskyldunnar.“ Það er ánægjulegt að þú skulir fyrst og fremst hugsa um hvað þú ætlar að gera sjálfur til að bæta heiminn. Óskandi væri að fleiri hugsuðu eins og þú. „Þakka þér fyrir. Ég hef raunar sett mér það markmið að verði ekki búið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 90% árið 2018 mun ég kolefnisjafna mig fyrir fullt og allt og láta skjóta mér út í geim til að vera ekki baggi á þjökuðum hnetti okkar vegna útblásturs manna.“ Þú tekur málstaðinn svona alvarlega? „Ég vona að ég setji öðrum umhverfisverndarsinnum gott fordæmi.“ Óhætt er að taka undir það, einkum varðandi síðasta atriðið. Skinhelgi - tímarit um umhverfismál óskar Jóhanni Jónssyni og fjölskyldu velfarnaðar í framtíðinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband