10.12.2007 | 13:20
Stæðaskortur fyrir einkaþotur háir þátttakendum umhverfisfundarins á Bali
Sá óþægilegi sannleikur rann upp fyrir mörgum af hinum umhverfismeðvituðu stjórnmálaforingjum sem sitja ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um alheimshlýnun á Bali að engin stæði voru laus fyrir einkaþoturnar þeirra þegar þeir komu á fundinn. Urðu einkaflugstjórarnir, eftir að hafa sett stjórnmálaforingjann frá borði, að fljúga til Indónesíu og bíða þar. Ástæðan fyrir þessu plássleysi var sú að flugvöllurinn á Bali réð ekki við allan þennan fjölda einkaþotna sem fylgdi ráðstefnunni, en þar er einungis pláss fyrir 15 þotur.
Það er glöggt merki um geysilega meðvitund stjórnmálaforingjanna að Evrópusambandið ræðir nú um að leggja háan skatt á flugferðir, að, frá og innan Evrópu, svo almenningur, ekki síst á Íslandi, noti lestir meira, og minnki þannig gróðurhúsagasið. Það var mjög líklega stæðaskorturinn á Bali sem opnaði augu þeirra endanlega fyrir vandanum. Hvar á að leggja einkaþotunum fyrir bölvuðum almenningsþotunum sem fylla alla flugvelli?
Á annarri ráðstefnu sem haldin er á sama tíma og sú á Bali en á vegum Heimsverndar var ályktað að ef menn vilja bæta heiminn verði þeir að byrja á sjálfum sér. Tillaga um að leggja sérstakan skatt (100%) á einstaklingana persónulega (svo þeir geti ekki látið almenning borga) sem ferðast til og frá ráðstefnum um umhverfismál var samþykkt einróma og hefur Heimsvernd sent Evrópusambandinu tilskipun þess efnis. Ástæða fyrir álagningu skattsins er sú að hvetja stjórnmálamenn til að ferðast meira með lestum og skipum, en því miður virðist sem enginn stjórnmálamaður hafi ferðast frá Evrópu til Balí eftir jörðinni. Það er mikið hneyksli á vorum viðsjárverðu hlýnandi tímum. Enn á eftir að koma í ljós hvort stjórnmálamennirnir sjái að sér og ferðist frá Balí til Evrópu upp á gamla góða umhverfisvæna mátann.
Einn þátttakenda á ráðstefnu Heimsverndar, Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, sagði við blaðamann Skinhelgi - tímarit um umhverfismál að mesta hættan sem stafar að mannkyni vegna hlýnunar jarðar er aukin skattheimta til að draga úr útblæstri koldíoxíðs. Óvissan um árangur af aðgerðum gegn auknu gróðurhúsagasi er svo mikil að ekki er forsvaranlegt að leggja út í milljarðakostnað með skattheimtu. Til samanburðar má benda á að aðgerðir gegn ósónlaginu hafa engum árangri skilað þrátt fyrir boð og bönn og mikinn fjáraustur. Ósóngatið yfir Suðurskautinu hefur aldrei verið stærra en nú. Líkur eru miklar á því að gatið hafi alltaf verið þarna en það varð ekki að vandamáli fyrr en menn fundu það. Raunar er það nú svo að þegar flugvél flýgur um loftið skilur hún ekki aðeins eftir koldíoxíð, heldur líka ósón, þetta sama ósón og menn héldu að væri að hverfa fyrir 20 árum. Miðað við hve gatið er stórt yfir Suðurskautinu ætti Evrópusambandið að hvetja til aukinna flugferða ef það mætti verða til þess að stoppa í ósónullarsokkinn.
Önnur ályktun sem samþykkt var á ráðstefnu Heimsverndar var svohljóðandi: Umhverfisvernd eins og hún birtist okkur í stjórnmálum samtímans er nýjasta áhugamál þeirra sem ráðskast vilja með aðra. Búinn er til málstaður sem gefur hinum stjórnlyndu tylliástæðu til að skerða frelsi annarra í formi boða og banna, skatta og hafta. Frjálslyndu fólki ber skylda til að berjast gegn þessari ásælni af sama krafti og barist var gegn fyrri áhugamálum stjórnlyndra: kommúnismanum og sósíalismanum. Sjúkdómseinkenni stjórnlynds einstaklings birtist í því að sjúklingurinn veit manna best hvað öðrum er fyrir bestu og ætlast til þess að aðrir breyti samkvæmt því, en um hann sjálfan gilda ekki sömu reglur. Sá stjórnlyndi flýgur á einkaþotu á ráðstefnur um umhverfisvernd og leggur til að skattar verðir hækkaðir á flugferðir almennings til að draga úr mengun.
Að lokum er hér áhugavert umhverfisverndarpróf sem ég rakst á á síðu bloggvinar míns.
Gore: Breyttar áherslur í loftlagsmálum með nýjum forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Fólk
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Þetta er asskoti góð grein. Er þetta rithöfundurinn Sigurgeir Orri sem skrifar eða umhverfisverndarsinninn Sigurgeir Orri?
Guðmundur Bergkvist, 10.12.2007 kl. 20:42
Þeir hittust á kaffihúsi og ákváðu að skrifa þessa grein.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 11.12.2007 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.