5.12.2007 | 00:33
Sólin eða ég?
Vetur, sumar, vor og haust / vildi ég draga ýsu.
Ég eftirlæt vísnavinum að botna þennan fyrripart, en langar á meðan að flytja merkileg tíðindi:
Veturinn er kaldari en sumarið!
Þetta kann að hljóma eins og engin sérstök tíðindi og það er rétt, þetta er alkunn staðreynd. Þó hefur mér fundist eins og sumir hafi gleymt þessu. Einkum þeir sem telja að vindgangur manna og dýra ásamt öðrum útblæstri koldíoxíðs sé skýringin á hækkandi meðalhita á jörðinni en ekki mismunandi mikill hiti frá ofninum okkar, sólinni. Enginn deilir um að sveiflur í hitastigi milli árstíða má rekja beint til sólar, vegna afstöðu jarðarinnar til hennar, en sveiflur á heildarhitastigi þeirrar sömu jarðar verða klárlega ekki raktar til sólarinnar ef eitthvað er að marka hinn sannfærða hóp sem sér ekki til sólar fyrir kenningunni um hlýnun af mannavöldum. Er ekki eitthvað bogið við það?
Þegar ég horfði á þessa ljósmynd sem ég sá á síðu Ágústs Bjarnasonar spurði ég mig grundvallarspurningar um geiminn og okkur og jörðina og sólina. Ég man spurninguna ekki orðrétt, en hún er eitthvað á þessa leið: Sólin eða ég?
Ágúst hefur fjallað um áhrif sólar á hitastigið á jörðinni, en það eru danskir vísindamenn sem fremstir eru í þeim flokki. Samkvæmt þeirra mælingum hafa sveiflur í hitastreymi frá sólinni bein áhrif á hitastig jarðar, en það er náttúrlega bara vitleysa, alveg eins og það er óhrekjanleg staðreynd að Guð bjó jörðina til fyrir 6000 árum eða svo. Sem betur fer á að fara nánar í saumana á kenningum Baunanna. Ef þeir reynast hafa rétt fyrir sér verða þeir að sjálfsögðu brenndir á báli og Al Gore og Guðni Elísson halda áfram að breiða út boðskapinn.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 114576
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Vetur sumar vor og haust
vildi ég draga ýsur.
En ekki er það alvitlaust
að reikna með að hitinn hækki eitthvað við meiri virkni sólarinnar
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2007 kl. 01:24
Vetur, sumar, vor og haust
vildi ég draga ýsu.
Hvíld þér bauðst, en frekar kaust
að klambra saman vísu?
Una Sighvatsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 23:06
Gefur sólin gleði og traust,
geng ég að sem vísu.
Vetur sumar vor og haust,
vildi ég draga ýsu.
Vilhelmina af Ugglas, 9.12.2007 kl. 19:56
Vetur sumar vor og haust
vildi ég draga ýsu.
Núna vil ég nudda laust
nára, maga og bak. :p
Vilborg Friðbjört Olavsen (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 01:40
vetur sumar vor og haust
vildi ég draga ýsu.
Kerling verður kát og hraust
ef kneyfir hún mýsu.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 10.12.2007 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.