Leita í fréttum mbl.is

Vetni tapar, rafmagn vinnur

Vetnið er ekki framtíðarorkugjafi á Íslandi, ekki vegna þess að það sé svo slæmt, heldurToyota Prius með engri innstungu stenst það ekki samanburð við rafmagnið. Rafmagnið er allstaðar, hvert heimili er „bensínstöð“, flutningskerfið er tilbúið, ekki þarf að aka því með tankbílum á bensínstöðvar eins og vetninu og þróunin í rafhlöðum er afar hröð, þær halda meiri og meiri orku og verða æ léttari. Auk þess er óþarfi að nota rafmagn til að búa til vetni þegar hægt er að nota það beint með betri árangri. 

Spurningin er því sú hvers vegna það er ekki hægt að kaupa tvíorkubíla eins og Toyota Prius með hleðslutæki sem stinga má í samband í venjulega innstungu? Hvað kemur í veg fyrir að þeir eru framleiddir þannig? Hvers vegna nota rándýrt bensínið til að hlaða geymana þegar hægt er að hlaða þá heima fyrir miklu lægra verð?

Um leið og bílar sem hægt er að hlaða heima hjá sér koma á markað, hætta allir að tala um vetni. Því spái ég.

Stóra spurningin sem ég ætla að endurtaka núna er: Hvenær kemur Prius með innstungu? 

Í framhaldi af þessu má spyrja enn einnar spurningar: Hví ekki ganga alla leið, sleppa sprengihreyflinum og styðjast eingöngu við rafmagnið? Það styttist mjög í það, hér er myndband sem er kynning á Tesla Roadster sportbílnum. Tesla er svo kraftmikill að hann er fljótari en hraðskreiðustu bensínbílar í hundraðið. Síðast þegar ég gáði var Tesla afar dýr, en með tíð og tíma lækkar verðið og þá mega olíufurstarnir í miðausturlöndum og Rússlandi fara að vara sig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ekki vafam'al Orri Vetni er allt of orkufergt í framleiðslu. Það eina sem gæti réttlæt framleiðslu er að það er möguleiki á að nota það 50/50 eða svoleiðis á eldri bíla. Það ætti ekki af framleiða bíla fyrir vetni.

Valdimar Samúelsson, 30.11.2007 kl. 16:36

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég trúi þessu líka. Og ég spyr með þér: Hvað stendur í veginum fyrir almennri framleiðslu rafmagnsbíla?

Berglind Steinsdóttir, 1.12.2007 kl. 18:08

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ágúst H Bjarnason, 1.12.2007 kl. 19:45

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Olían á samt nokkra góða áratugi eftir.

Geir Ágústsson, 2.12.2007 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband