Leita í fréttum mbl.is

Sá bjórauglýsingu!

Þennan bjór má ekki kaupa nema í sérstakri búðSá atburður gerðist í gær að Sigurgeir Orri sá bjórauglýsingu í sjónvarpinu, þrátt fyrir að blátt bann sé við áfengisauglýsingum á Íslandi. „Það gerðist þannig,“ sagði Sigurgeir Orri í samtalið við Burt með ríkisforræðið, „að ég var að horfa á Sky-fréttir og þá kom skyndilega hlé á útsendingu fréttanna og við mér blasti mynd af þremur strákum, venjulegum strákum, sem voru að syngja eins og poppstjörnur uppi á sviði á fjölmennum tónleikum. Svo fengu þeir sér Carlsberg bjór eftir tónleikana. Hvað halda þessir menn á Sky-fréttum? Halda þeir að þeir geti svínað á landslögin og birt auglýsingar um bjór sem er 5% að áfengisinnihaldi?“ Það er klárlega einhver geðklofi í gangi hér. Það virðist nú vera að sumir haldi að ef áfengisauglýsing birtist í íslenskum fjölmiðli, þá leiði hún til aukins áfengisböls, en ef hún birtist í erlendum fjölmiðli þá leiði það ekki til aukins áfengisböls „Þegar þú segir það, þá sér maður að svo virðist að sumir haldi að íslendingar lifi í kúlu sem hefur engin tengsl við umheiminn. En að sjálfsögðu vita allir að við lifum ekki í sambandslausri kúlu (tímarit, internet, kvikmyndir, gervihnattasjónvarp), en þeir sem eru áfram um slíkt bann eru að blekkja sjálfa sig. Ljúga upp í opið geðið á sjálfum sér.“ Hverjir eru það helst sem ljúga að sjálfum sér? spyr blaðamaður Burt með ríkisforræðið. „Það eru þeir sem telja sig vita betur en ég sjálfur, hvað hentar mér. Þetta er sama fólkið og er á móti því að hægt sé að kaupa áfengi annars staðar en í sérstökum ríkisbúðum. Þetta er fólkið sem kann ekki með áfengi að fara og hefur farið íStórhætta á ferðum! Bjór í matvörubúð. áfengismeðferð. Þetta er fólkið sem drukkið hefur frá sér ráð og rænu, en er aftur komið með rænuna, en ekki ráðið. Þeir sem eru ekki þurrir alkóhólistar eru vinstrimenn sem líta á ríkið sem móður og okkur sem börn sem þarf að hafa vit fyrir.“ Þetta voru orð í tíma töluð. Viltu bæta einhverju við að lokum? „Svo sannarlega. Það ætti að taka alla þá sem eru á móti því að ég geti keypt áfengi í venjulegum búðum og hella í þá laxerolíu og fela klósettpappírinn.“ Er þetta nú ekki full dónalegt? „Það mætti ef til vill sleppa því að fela klósettpappírinn.“ Þakka þér kærlega fyrir spjallið. „En ég er ekki búinn!“ Gott og vel, hverju viltu bæta við? „Ég vil bara segja þér það að í Þýskalandi eru miklar hraðbrautir þar sem ekið er greitt, greiðar en í nokkru öðru landi heims.“ Og punkturinn er? „Á bensínstöðvum við þessar hraðbrautir er hægt að kaupa vín af hvaða styrkleika sem er. Fólki sem ekur um þýskar hraðbrautir er sem sagt treyst fyrir því að hafa vit fyrir sjálfu sér, ólíkt þeim sem aka um íslenska vegi.“

Burt með ríkisforræðið þakkar Sigurgeiri Orra fyrir spjallið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband