Leita í fréttum mbl.is

Er tunglið virkilega úr osti?

Sigurgeir Orri (40) hefur stundum gert grín að óraunhæfum og fjarstæðukenndum hlutum sem að hans mati eru álíka vitlausir og að halda að Tunglið sé úr osti. Til dæmis sagði hann um stefnu Vinstri grænna í efnahagsmálum að það væri jafn mikið vit í þeim eins og að Tunglið væri úr osti.

Einnig hefur Sigurgeir Orri gert grín að ýmsum hlutum með því að nota Tunglið-er-úr-osti fullyrðinguna í samhengi við annað. Til að útskýra frekar tók Sigurgeir Orri dæmi: „Ég sagði til dæmis um daginn: Manchester United vinnur deildina, Chelsea verður bikarmeistari, Tunglið er úr osti og Eiður verður ekki á bekknum hjá Barcelona í vetur.“

En nú er hætta á að Sigurgeir Orri verði að endurskoða málnotkun sína, því í ljós hefur komið að Tunglið er í raun og veru úr osti. Það sést skýrt á ljósmyndavef Google, Google Moon, ef farið er eins nálægt tunglinu og kostur er, „súmmað í botn“ eins og unglingarnir segja.

„Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Sigurgeir Orri hvumsa, „nú neyðist ég til að nota aðra fáránlega fullyrðingu, eins og til dæmis þá að Mars sé fljúgandi Royal búðingur með jarðarberjabragði, og vona að vísindin fari nú ekki að staðfesta það líka.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætla bara rétt að vona að þú hafir rangt fyrir þér með þetta skítalið sem þú nefndir að myndi vinna ensku deildina. Þú veist hverjir taka hana þetta árið.....

Beggi (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 12:44

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Lesendur vinsamlega athugið kaldhæðnina.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 8.9.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband