7.8.2007 | 08:54
Endemis þvæla
Sérhver maður ætti lesa ritgerð unglingsins Kirsten Byrnes áður en hann tekur stjórnmálamanninn Al Gore trúanlegan um umhverfismál. Yfirlýsingar Al Gore eru einfaldlega rangar.
Hlekki á ritgerð Kirsten, sem heitir Ponder the Maunder, er að finna í síðustu færslum á þessu bloggi. Hún tók einnig fyrir mynd Al Gore og sú lesning er ekki beinlínis uppörvandi fyrir umhverfissóðann Al Gore.
Skoðanir sáralítið skiptar meðal vísindamanna um gróðurhúsaáhrifin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Vissulega er mengun áhyggjuefni, en gróðurhúsaáhrifin eru misskilningur og það er rangt að um gróðurhúsaáhrifin séu sáralítið skiptar skoðanir.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 7.8.2007 kl. 10:29
Lestu Ponder the Maunder.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 7.8.2007 kl. 13:52
Athugasem Tinnu Jökulsdóttur er dæmigerð fyrir heiftina og hrokan í PC (political correct) fólkinu. ´
Í fyrsta lagi er ekki um það deilt að það hefur hlýnað undanfarinn rúman áratug.
Í öðru lagi þá ER um það deilt hvers vegna.
Í þriðja lagi er ekki deilt um gróðurhúsaáhrif, einungis hve stóran þátt maðurinn á í þeim. Vatnsgufa er lang stærsta gróðurhúsalofttegundin.
Í fjórðalagi þá kólnaði á jörðinni á árunum 1960-1990 þrátt fyrir mikla aukningu mengunar í heiminum.
Í fimmta lagi þá gæti histerían yfir hlýnunni sem átt hefur sér stað undanfarið verið jákvæð, því það er auðvitað sjálfsagt að reyna að draga úr mengun eins og hægt er.
´Vísindamenn eru á markaði og fúlsa ekki við fjármagni frekar en aðrir. Þeirra hagur er að dramatisera svona hluti svo peningarnir haldi áfram að streyma í vasa þeirra til rannsókna.
Það eru kjánaleg rök að segja "af því fremstu vísindamennirnir segja það". Eru þá þeir sem ekki eru sammála, lakari vísindamenn. Hver dæmir það?
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.8.2007 kl. 15:06
Mig langar að bæta við, að þar sem Tinna telur að Orri Þurfi að kynna sér málin áður en hann tjáir sig um þau, (hroki) hefur hún kynnt sér málið til HlÍTAR, skoðað fleiri sjónarmið ofan í kjölinn? Eða afgreiðir hún aðrar skoðanir en sínar egin sem ómerkilegt hjal frá lítilsmetnum vísindamönnum og sé þess vegna ekki athugunar virði?
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.8.2007 kl. 15:16
??? Heyrðu vinur... Ég byrjaði á því að smella á Tinnu til að sjá að hún lofar Al Gore, en þú ert sennilega þess umkominn að segja að ég hafi ekki gert það. Og hvað á það að segja mér, að konan er í doktorsnámi í veðurfarsbreytingum? Að hennar skoðanir séu óvéfengnjanlegar?
Ég er hvergi dónalegur í athugasemd minni, segi einungis það sem blasir við í hennar athugasemd, sem er hrokafull.
"...skrifuð af um 10 loftslags-vísindamönnum vítt og breitt um heiminn sem allir eru fremstir á sínu sviði". Þetta eru ekki rök heldur ábending á niðurstöðu vísindamanna sem telja sig vera fremri á sínu sviði en aðrir.
"Það eru heldur ekki skiptar skoðanir um hvort gróðurhússáhrifin séu okkur að kenna". Þessi fullyrðing doktorsnemans er einfaldlega röng.
"....það breytir ekki þeirri staðreind að þetta er okkur að kenna, það ruglar fólk eins og þig í ríminu um hvað er í gangi". Hvað kallarðu þetta? " fólk eins og þig".
Lestu nú bara yfir aftur sem stendur hér að ofan, andaðu djúpt og hugsaðu áður en þú kemur með ásakanir af þessu tagi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.8.2007 kl. 16:53
Og í athugasemd Tinnu fjallar hún í raun ekkert um það sem Orri skrifar, þ.e. ritgerð 15 ára unglingsins Kirsten Byrnes sem væri henni e.t.v. lærdómsrík ef hún læsi hana. Ef hún er ósammála unglingnum, þá gæti hún a.m.k. fjallað um hana efnislega, en það er kannski óþægilegt fyrir hana þar sem átrúnaðargoð hennar fær þar háðulega útreið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.8.2007 kl. 17:03
Kannski að benda á að einn af þessum "10 fremstu vísindamönnum" sem standa að realclimate.org er Michael Mann, höfundur "Hokkýkylfukenningarinnar" svokölluðu sem sýnt hefur verið fram á að var beinlínis fölsuð. Fyrir það fyrsta að í flestum útgáfum hennar er algjörlega horft fram hjá hlutum eins og litlu ísöldinni, hitatímabilinu fram til 1200 og fleiri slíkum "smáatriðum". Módelið sem hann notaði gaf sömu niðurstöðu með hvaða gögnum sem var, meira að segja þegar það var matað með tilviljanakenndum tölum sem líktust hitastigstölum.
(http://www.john-daly.com/hockey/hockey.htm)
Þar að auki er algjörlega horft framhjá því að á Mars hefur hitastig hækkað sem nemur um það bil því sama og hér á jörðinni síðustu 30 árin. Vísbendingar um að slíkt hið sama sé í gangi á Neptúnus fá sömu meðferð. Útskýringarnar sem CO2 hópurinn kemur með eru svo skemmtilega langsóttar að þær eru nokkurn veginn þær sömu og eiga að útskýra kælinguna á jörðinni eftir 1940!
Enn frekar er áhugavert að miða allar þessar dómsdagsspár við síðustu 1.000 ár, eða í einstaka tilvikum við síðustu 100.000 ár, sem að stærstum hluta var ísöld! Fyrir síðustu ísöld var hitastig hér á jörðinni amk 5 gráðum hærra en það er í dag - kannski við séum bara að nálgast eðlilegt hitastig?
Gulli (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 19:09
Það er augljóst Jón Grétar að þú hefur lítinn lesskilning, a.m.k. skilurðu ekki hvað ég er að skrifa.
"....rannsóknir sponsoraðar af exon spretta upp".
"Og svo móðgaru nær alla vísindamenn"....
"Það að einhverjir örfáir gæjar séu ósammála...
Hvernig er hægt að rökræða við "svona fólk"
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.8.2007 kl. 19:14
Þrjár spurningar sem svara þessu:
1.Hvaða skyldu umhverfisverndarsinnar græða á því að ljúga til um gróðuhúsaáhrif.
2.Hvað skyldu olíufélög og þungaiðnaður græða á því ef tækist að hrekja fullyrðingar um gróðurhúsaáhrif
3.Hvor hópurinn hefur meiri ávinning?
Jóhann Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 21:47
Svör við þessum spurningum þínum Jóhann, finnurðu HÉR Ég vil sérstaklega benda á Ágúst Bjarnason í athugasemdakerfinu og krækjur sem hann vísar í. Í einni krækjunni má lesa eftirfarandi:
Herkví hagsmuna?
Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi, miklu meiri en virðist við fyrstu sýn:
- Framleiðendur eldsneytis, svo sem olíu og kola, vilja auðvitað selja sem mest. Þeir hafa hagsmuni af því, að gera sem minnst úr hættunni af auknu magni koltvísýrings.
- Tugþúsundir manna starfa við rannsóknir á áhrifum koltvísýrings á lofthjúpinn. Þeir vilja auðvitað hafa sem mest að gera áfram sem hingað til. Þeir hafa hagsmuni af því að viðhalda kenningunni um hættuleg áhrif koltvísýrings á veðurfar.
- Við tæknilegar lausnir á eyðingu CO2 starfa þúsundir manna, sem vilja einnig hafa nóg að starfa í framtíðinni. Fjárfesting í tæknilegum lausnum verður einnig að skila arði. Þeir menn hafa hagsmuni af því að viðhalda kenningunni um hættuleg áhrif koltvísýrings á veðurfar.
- Nú er að hefjast nýtt tímabil og kolsýrukvóti gengur kaupum og sölum. Kolsýrugreifar ætla að græða vel. Þeir hafa hagsmuni af því að viðhalda hæfilegum hræðsluáróðri.
Það eina sem ég leyfi mér að gera er að efast, ég er ekki að halda einu né neinu fram en það pirrar mig þó að sjá PC fólkið ærast ef menn dirfast að efast. Ég hallast þó æ meir að því að hin hnattræna hlýnum sé ekki af mannavöldum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.8.2007 kl. 23:05
Michael Mann og hokkíkylfan hans eru einhver aumustu vísindi sem um getur. Ef hann er meðal fremstu vísindamanna heimsins í loftslagsmálum er skiljanlegt að margir séu á villigötum. Það bendir einnig til þess að skortur sé á atgerfi í greininni. Um þetta má lesa hér (takk Ágúst).
Feykilega merkilegt þetta með að hitastigið á öðrum plánetum en jörðinni sé að hækka. Það ætti endanlega að þagga niður í þeim sem halda að brölt manna hækki hitastigið.
Athugasemd Gulla minnir okkur á að hyggjuvit náttúrunnar er til margra hluta nytsamlegt. Ekki síst til að sjá í gegn um trúarbrögð sem klæðast búningi vísinda.
Fyrstu spurningu Jóhanns Sigurðssonar er auðsvarað: Hvað er Al Gore búinn að græða mikið á hræðsluáróðri sínum? Hversu margir vísindamenn hafa ekki fengið opinbera styrki til að rannsaka gróðurhúsaáhrif? Sem sagt: Þeir græða heilmikið á að sannfæra sjálfa sig og heiminn um leið um „gróðurhúsaáhrifin“.
Tinna þarf nú ekki annað en lesa athugasemdirnar hér til að sannfærast um að það eru skiptar skoðanir um gróðurhúsaáhrifin. En hugsanlegt er að hún taki ekki mark á leikmönnum eins og okkur Gunnari og Gulla heldur velji að „halda með“ hinum 10 fremstu sem útvaldir eru af einhverri vefsíðu. Benda má á að meðal efasemdarmanna sem ekki eru leikmenn eru margir virtir fræðimenn við mörg virtustu fræðasetur heimsins. Þótt Háskóli Íslands teljist e.t.v. ekki með þeim virtustu eru samt fræðimenn þar sem gera verulega fyrirvara um gróðurhúsakenninguna. Þannig að allt tal um að skoðanir séu ekki skiptar um gróðurhúsaáhrifin er della.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 7.8.2007 kl. 23:33
Athyglisverð grein sem þú bendir á þarna Orri. Ég tek hérna og lími inn smáveigis úr henni: had somebody at a conference get very angry with me for even raising a question. "I have a friend who's a climate scientist and he says that the Everglades are definitely drying up!" But that's not the question, I said. Global warming isn't even the question. The question is, what is causing global warming or cooling or climate change? Is it human carbon dioxide emissions or something else? Your friend is studying aquifers in one specific area. In what way is he qualified to speak about global climate? The only answer I got was the answer you always get when you challenge the roots of someone's religion — fury, dismay, and a refusal to talk about it any more.
"They're like four-year-olds putting their fingers in their ears and chanting "La la la la" until the person talking to them goes away".
En þessi grein er sjálfsagt áróður frá Exon og þess vegna engin ástæða til að lesa hana....
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.8.2007 kl. 01:02
Jón Grétar, auðvitað vita CO2 trúaðir meira um hitastig á öðrum hnöttum en vísindamenn NASA:
http://news.nationalgeographic.com/news/2007/02/070228-mars-warming.html
http://www.heartland.org/Article.cfm?ArtId=17977
http://www.space.com/scienceastronomy/mars_ice-age_031208.html
Gulli (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 09:22
"Greinilega eitthvað öðruvísi skilgreiningar á orðum og dónaskap í þínu heimili þegar þú ólst upp". Kannastu eitthvað við þessa setningu Jón Grétar?
"The only answer I got was the answer you always get when you challenge the roots of someone's religion — fury, dismay, and a refusal to talk about it any more".
Þú sannaðir tilvitnuna Jón Grétar! Takk!
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.8.2007 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.