4.8.2007 | 09:43
Koldíoxíðaukning í andrúmsloftinu skiptir engu máli
Ég get ekki að því gert en ég vorkenni öllum þeim sem lifa í ógn og ótta við aukningu koldíoxíðs í andrúmsloftinu. Hún skiptir nefnilega engu máli. Um leið er mér hjartanlega sama þótt einhverjir verji fé sínu í aflátsbréf til að friða samviskuna. Fool and his money are soon apart, segir máltækið.
Það eina sem vert er að hafa áhyggjur af raunar miklar áhyggjur er þegar stjórnmálamenn ákveða að leggja á skatta til að standa straum af aðgerðum gegn alheimshlýnun af mannavöldum. Mannkyni stendur meiri ógn af þeim aðgerðum en hugsanlegum hryðjuverkum, fellibyljum og hækkandi hitastigi á jörðunni samanlagt.
Hærri skattar letja til framkvæmda og hindra alþjóðaviðskipti. Þau ríki sem fara verst út úr því eru þau vanþróuðu. Ríkin sem þurfa mest á óhindruðum alþjóðaviðskiptum að halda. Kyoto-bókunin svokallaða er algjörlega út í hött. Það eina sem hún gerir er að hindra eðlilega framþróun iðnaðar í heiminum. Ekkert bendir til þess að koldíoxíð í auknu magni hafi áhrif. Þrátt fyrir það er búið til íþyngjandi reglugerðarfargan.
Ég veit ekki hversu lengi það tekur fyrir heimsbyggðina að átta sig á að hún er á villigötum. Það mun vonandi gerast sem fyrst. Því talsverð hætta er á eins og fyrr segir að mörg ríki muni verða fyrir miklu tjóni, bæði mann- og fjártjóni af völdum skatta sem lagðir verða á fyrir misskilning.
Trúlega mun ekki renna upp fyrir mönnum ljós fyrr en það tekur að kólna aftur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
hehehe... alltaf gaman að lesa svona brandara í morgun sárið..
Ingi Björn Sigurðsson, 4.8.2007 kl. 09:52
Hin jákvæðu áhrif aukins koldíoxíðs (CO2) í andrúmsloftinu gleymast oft. Hver eru þau? Jú, CO2 er undirstaða alls lífs á jörðinni. Allur grænn gróður lifir á CO2, og aukið magn í andrúmsloftinu hefur í för með sér aukinn og hraðari vöxt gróðurs. Þar sem gróður er undirstaða matvælaframleiðslu er aukið magn CO2 að þessu leyti jákvætt fyrir mannkyn.
Þetta hafa allir gróðurhúsabændur vitað lengi. Þeir hafa aukið framleiðslu sína verulega með því að losa CO2 inn í gróðurhúsin. Á myndunum hér fyrir neðan má sjá stóran CO2 geymi fyrir utan gróðurhús á íslandi. Þarna kunna menn greinilega sitt fag.
(Neðri myndin er stækkuð úr efri myndinni og sýnir tankinn með koldíoxíðinu).
Ágúst H Bjarnason, 4.8.2007 kl. 10:47
Þegar þú segir það! Það minnir mig á að skrautifska áhugamenn nota samskonar tækni við að auka vöxt gróðurs í búrum sínum. Þótt ég sé skrautfiskaáhugamaður hef ég ekki sett slíkan búnað í búrið mitt. Nú ætla ég að drífa mig í Dýraríkið og kaupa slíkan búnað.
Ætli sé ekki best ég leiðrétti mig og segi: Koldíoxíðaukning í andrúmsloftinu hefur góð áhrif.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 4.8.2007 kl. 13:35
Eru þetta ekki hin einu sönnu gróðurhúsaáhrif sem sjást á myndinni?
Ágúst H Bjarnason, 4.8.2007 kl. 14:26
Tæknilegir þessir... er myndin ekki frá Flúðum og Litla-Laxá í forgrunni?
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.8.2007 kl. 15:36
Grænir bílar. Finnst þér það ekki niðurlægjandi fyndið. Það þyrfti bara að leggja eina spúandi verksmiðju niður í Austur Evrópu eða Bandaríkjunum til að ná sama árangri og ef allir i heiminum væru á "grænum bílum". Kannski ekki sama mál og þetta en varð bara að skrifa skoðum mína á þessu einhverstaðar.
Halla Rut , 4.8.2007 kl. 23:36
Ef krakkabjánarnir í Saving Iceland vissu af þessum tanki, væru þau fyrir löngu búin að hlekkja sig við hann eða gera annan óskunda.
Það hlýtur að vera niðurlægjandi fyrir alla þá sem telja koldíoxíð frá skrattanum komið að sjá að það er notað til að auka vöxt plantna! Í þessu samhengi væri raunverulega æskilegt að dæla sem mestu koldíoxíði út í andrúmsloftið á Íslandi til að auka vöxt gróðurs, ekki síst hinnar örþunnu gróðurþekju á hálendinu.
Ég þekki ekki staðinn, en Flúðalegur er hann. Tvískinnungurinn í sambandi við græna bíla og allt þetta havarí vegna alheimshlýnunar er stórkostlega fyndinn. Mér dettur í hug hending úr frægu dægurlagi: „The lunatics have taken over the asylum“.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 5.8.2007 kl. 10:18
Líkurnar á að allt fari til "helvítis" eru of litlar til að réttlætanlegt sé að eyða stórfé til "björgunar" (til sóunnar) eins og kom fram í þinni góðu grein, Sigurgeir.
Benedikt Halldórsson, 5.8.2007 kl. 14:13
Myndin er frá Flúðum. Ég tók myndina í fyrra.
Meira um áhrif CO2 á vöxt gróðurs er hér
Ágúst H Bjarnason, 5.8.2007 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.