19.7.2007 | 22:46
Skrifborðið mitt
Grænn stickies miði með heimilisfangi John frænda á. Minnismiði um dvd disk sem ég útbjó fyrir Rúnu. Gulur stór stickies miði með nafni manns sem er mikill safnari á Loftleiðadóti. 120 gb harður diskur. Lítil vasatölva sem tilvalið er að hafa með í ferðalög til að reikna út gengi. Batteríið í henni hefur verið það sama í áratugi og sýnir engin þreytumerki. Glær reglustika. Gluggaumslag frá Hive sem ég nota sem minnismiða. Á þeirri hlið sem snýr upp er ekkert skrifað utan tvö ártöl. Löstur er ekki glæpur eftir Lysander Spooner liggur undir umslaginu og undir þeirri bók er handbók um Final Cut Pro. Ævisaga Alfreðs Elíassonar. Gatari, Heyrnartól með hljóðnema, fjarstýring á myndavélina, fjarstýring á sjónvarpið, heftari, áherslupenni, úr, hljómdiskur með tónlist úr myndinni What's up Tiger Lily? með hljómsveitinni The Loving' Spoonful. Box með tómum dvd diskum, box með tómum cd diskum, hjól sem ég pantaði frá útlöndum undir ferðatöskuna mína. Blaðaúrklippa. Það er fleira á borðinu mínu, en til að halda spennunni ætla ég ekki að segja frá því fyrr en eftir óákveðinn tíma.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Hvilik spenna, hlakka til framhaldsins. A skrifbordinu minu er fjogurra vikna vinna. Hef thjadst af flugthreytu sidan eg kom heim ur friinu held eg, og ekki gert neitt. A golfinu er malningarfata sem eg tharf ad koma ut vil vidskiptavinar. Er ad spa i ad lata thad nægja i dag og kikja ad bordid i næstu viku, kannski. Buinn ad drekka Thule kippuna, kaupi kannski Odense i dag eda a morgun. Kvedja. Villi.
Vilberg Olafsson (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 05:51
Smá teaser: Lampi og USB snúrur.
Ég myndi frekar veðja á að Thule hafi valdið flugþreytunni.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 20.7.2007 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.