17.7.2007 | 16:44
Eftirlit með eftirlitseftirlitinu
Þessi frétt færir heim sanninn um að nauðsynlegt er að hafa eftirlit með eftirlitinu og til að allt fari nú rétt fram þarf að hafa eftirlit með því líka. Ég er sammála, það er ólíðandi að ekkert eftirlit skuli haft með þeim sem fylgist með í gegnum eftirlitsmyndavélarnar. Það þyrfti að setja eftirlitsmyndavél á þá og til að allt sé öruggt og ekki án eftirlits verður að ráða sérstaka aðila til að hafa eftirlit með eftirlitsaðilanum. Til að minnka líkur á misnotkun og spillingu í eftirlitinu þarf að ráða vini og kunningja þeirra, sem sjá um eftirlit með eftirlitinu, til að fylgjast með þeim í þeirra daglega lífi og skrá niður það sem þeir segja og gera til þess að það sé alveg öruggt að þeir misnoti ekki aðstöðu sína. Með nútímatækni er leikur einn að koma fyrir eftirlitstækjum s.s. hljóðnemum og myndavélum á heimilum þeirra. Skýrsluútfyllingar eru orðnar miklu þægilegri eftir að tölvur voru fundnar upp þannig að nú er ekkert mál að fylla út skýrslu og senda til yfirvalda. Þar sem eftirlitsmyndavélavöktun er ábyrgðarfullt starf, er nauðsynlegt að þeir sem því sinna séu ábyrgðarinnar verðir og njóti trausts eftirlitsaðilans. Hverjir eru betur til þess fallnir en vinir og ættingjar?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Var búin að grátbiðja okkur um að bjarga sér
- Skólakerfið okkar stendur höllum fæti
- 20 manns í haldi á Suðurnesjum
- Þrír enn í haldi en fleiri með stöðu sakbornings
- Sumarið byrjar með betra móti
- Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur
- Segja frumvarpið stuðla að pólitískri mismunun
- Margmenni í messu til minningar um Frans páfa
Erlent
- Búist við að 250 þúsund manns verði við útför páfans
- Öflugur jarðskjálfti í Tyrklandi
- Beint: Lík páfans flutt í Péturskirkju
- Níu látnir og tugir særðir eftir drónaárás á rútu
- Mikil eftirsjá að þessum páfa, þessum góða manni
- Halla sækir útför páfans í Róm
- Telur trans konur ekki vera konur
- Eigi alls ekki að slá NATO-aðild Úkraínu af borðinu
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.