Leita í fréttum mbl.is

Varasamur misskilningur

Og það sem er ef til vill er hlægilegast af þessu öllu saman er að 41% kjósenda Demókrataflokksins í Bandaríkjunum töldu fyrir ekki svo löngu (samkvæmt skoðanakönnun Gallup) að 50% líkur væru á því að þeir sem fengju Covid-pestina þyrftu að leggjast inn á spítala. Önnur 28% töldu að líkurnar væru á bilinu 20% til 49%. Tekið saman voru um 70% kjósenda Demókrataflokksins gjörsamlega úti að aka í þessum efnum. Raunverulegar líkur voru á bilinu 1% til 5%. Þetta er kostulegt vegna þess að vinstrimenn telja sig yfirleitt vera „hina upplýstu“. Þeir mótmæla kröftuglega efasemdum hægrimanna um sóttvarnaraðgerðir, bóluefni, virkni grímna, frelsiskröfum og svo framvegis (og gera stólpagrín í sínum bergmálshellum). Eitthvað er greinilega bogið við þá fréttamiðla sem miðla „staðreyndum“ um kínversku pestina til vinstrimanna. Það sem hins vegar er fjarri því að vera hlægilegt við þennan útbreidda hópmisskilning er að þegar svona stór hjörð er úttroðnari af misskilningi heldur en kalkúnn á þakkargjörð er jarðvegur fyrir ofbeldi frjór. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband