15.12.2021 | 17:46
Öllum nema akandi vegfarendum
Þeir sem þurftu að sinna erindum í miðbænum lögðu gjarnan farartækjum sínum við Tollhúsið, annað hvort þar sem torgið á myndinni er núna eða á bílastæðinu austan við það. Þessi bílastæði er nú horfin rétt eins og Pósturinn og bráðum Vínbúðin.
Skyldi vera orsakasamhengi þarna á milli? Ekki ef eitthvað er að marka stefnu borgarstjórnar. En blasir það ekki við öllum? Blasir ekki við öllum að andúð Dags og meðreiðarsveina hans á helsta almenningssamgöngutæki landsmana stórskaðar mannlíf og viðskipti í miðbænum?
Hvers virði eru mannlaus torg? Það er líklega táknrænt að ein manneskja er á vappi á ljósmyndinni.
Það er bara ein fær leið til að snúa af þessari heimskulegu braut og hún er að kjósa EKKI flokkana sem nú tryggja Degi og klíku hans meirihlutavald í Reykjavík.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:03 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.