17.9.2021 | 16:53
Bessastaðir
Ekki missa af Bessastöðum, nýjum gamanþáttum um lífið og tilveruna á Álftanesi.
Í síðasta þætti káfaði brytinn á staðarhaldaranum að eiginkonu hans viðstaddri. Varð uppi fótur og fit. Forsetinn lagði til málamiðlun. Að hann skipti um sokka, færi úr þeim skræpóttu og í rauða og gula. Var fallist á það. Í tilefni af farsælum málalyktum var ákveðið sækja góðan árgang niður í vínkjallarann og skála. Þá kom í ljós að góði og dýri árgangurinn var horfinn! Nærstaddir gáfu hver öðrum flóttalegar augngotur. Ómögulegt var að vita hvað þær gáfu til kynna. Hver var sekur um þennan hryllilega glæp? Brytinn ákvað að byrja rannsóknina á því að káfa á öllum innréttingum í kjallaranum. Loks fann hann vísbendingu: Rassafar á rykfallinni koníakstunnu frá tíð Sveins Björnssonar! Var þetta vísbending sem gat komið upp um þjófinn? Það var bara eitt í stöðunni. Taka gipsmót af rassafarinu og bera við alla rassa embættisins! Verst var að ráðsmaðurinn, sem einn hafði aðgang að gipsbirgðunum, var í sumarfríi í Afganistan...
Hvað gerist í næsta þætti? Mun ráðsmaðurinn komast til botns í ráðgátunni? Fylgist með!
Flokkur: Spaugilegt | Breytt 18.9.2021 kl. 01:07 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 114579
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.