16.9.2021 | 16:56
Allt að gerast í Reykjavík
Enginn vafi leikur á að stefna borgarstjórnar í húsnæðismálum er glæpsamlega vitlaus.
Vitlaus: Í hlægilegri andúð á bílum og úthverfum neitar borgarstjórn að skipuleggja einbýlishúsahverfi. Einbýli er eftirsóttasta búsetuformið hjá þeim sem greiða mest útsvar. Ef ekkert er framboðið í Reykjavík fara þeir einfaldlega annað.
Glæpsamleg: Borgin hefur ekki efni á að missa skatttekjur. Hún er nú þegar rekin með stórkostlegu tapi. Stjórnendur borgarinnar átta sig ekki á að þeir geta ekki komið í veg fyrir vilja markaðarins.
Með stefnu sinni um að byggja blokkir á hverjum einasta græna bletti í þéttbýlinu minna þeir á mann sem reynir að flytja sand í bastkörfu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.