Leita í fréttum mbl.is

Fagmennskan maður, fagmennskan

Við verðum að vera á varðbergi gagnvart Facebook og öðrum samfélagsmiðlum eins og Forarvilpunni. Þeir eru farnir að seilast ansi langt í stjórnsemi og frekju og pólitík. Netmiðill sem fjallaði í fyrra um að mögulega hafi pestin átt upptök sín á tilraunastofu haustið 2019 var bannfærður af Forarvilpunni (eftir að „staðreyndakannarar“ höfðu farið yfir málið. Auðvitað, hvað annað?) og sakaðir um að breiða út fáránlegar samsæriskenningar. Þegar Donald Trump kvaðst aðspurður telja að líkur á því væru miklar kepptust fjölmiðlar hins vestræna heims um að saka hann um bull og vitleysu.

ForarvilpanBannarZeroHedgeNú er að koma í ljós að „samsæriskenningin“ er eftir allt saman ekki fjarri lagi. Það er kostulegur þráður á Zerohedge sem afhjúpar tvöfeldni fjölmiðla, skort á faglegum vinnubrögðum og sjálsvitund. Meðal fjölmiðla sem hlupu á sig eru (stórblaðið!) New York Times, CNN, Washington Post, Politico, Reuters og Npr (National Public Radio í Bandaríkjunum). Allir þessir fjölmiðlar létu götóttar yfirlýsingar frá veirufræðingum sér nægja. Þeir gerðu enga tilraun til að kanna hvort veirufræðingarnir væru mögulega að reyna að bjarga eigin skinni. Nicholas Wade rekur þetta í ýtarlegri grein sem hann skrifaði og ég nefndi í fyrri bloggfærslu.

NewYorkTimesAhjupad

Sannleikurinn er smám saman að koma í ljós. Einræðisklíkan í Kína reyndi hvað hún gat að forðast ábyrgð og misnotuðu WHO í þeim tilgangi, veirufræðingar gátu ekki horfst í augu við þennan möguleika og bandarískar stofnanir sem studdu vafasamar tilraunir á veirum ekki heldur.

Mér verður hugsað til þess sem Winston Churchill sagði: „Sannleikurinn er óvefengjanlegur. Illgjarnir gætu afflutt hann, fáfróðir spottað hann, en þegar öllu er á botninn hvolft blasir hann við.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband