Leita í fréttum mbl.is

Með í reikninginn - þunglyndi og kvíði

Stóra spurningin er hvort sóttvarnaraðgerðirnar séu þegar upp er staðið verri en pestin sjálf.

Þunglyndi og kvíði. Aðgerðirnar gegn útbreiðslu pestarinnar hefur valdið depurð, kvíða og jafnvel þunglyndi hjá mörgum. Enginn vafi leikur á að lokanir og aðrar takmarkanir geta haft neikvæð áhrif á andlega líðan þegar það sem gerir lífið skemmtilegt og þess virði að lifa er bannað. Ein könnun sýndi að 70% vel stæðra einstaklinga um víða veröld hafa ýmist verið þreyttir, daprir, reiðir eða óþreyjufullir síðan lokunaraðgerðir hófust. Þó eru það einkum fátækir sem aðgerðirnar bitna hvað harðast á. Talið er að milljónir manna hafi soltið í hel vegna sóttvarnaraðgerða á Indlandi svo dæmi sé tekið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það væri áhugavert ef þú gætir bent á heimildina varðandi Indland. Hef nefnilega verið að leita að þessu.

SÞ spá því að fólki undir hungurmörkum í heiminum fjölgi um 50% vegna sóttvarnaraðgerða. 2019 létust 9 milljónir úr hungri. Þá mætti áætla að þeim fjölgi um 4,5 milljónir á yfirstandandi ári. Við fórnum þeim fátæku og ungu til að verja þá gömlu og ríku. Hversu brenglað er það?

Þorsteinn Siglaugsson, 8.12.2020 kl. 19:33

2 identicon

Er það réttlætanlegt að skapa depurð, kvíða og jafnvel þunglyndi hjá einhverjum með aðgerðum sem koma í veg fyrir 300 dauðsföll á Íslandi? Hefðu ekki 300 dauðsföll skapað minni depurð, kvíða og þunglyndi?

Könnun sýndi að 70% vel stæðra einstaklinga hafa ýmist verið þreyttir, daprir, reiðir eða óþreyjufullir síðan lokunaraðgerðir pöbba og sundlauga hófust. Þó eru það einkum aðrir sem aðgerðirnar bitna hvað harðast á. Talið er að tugir fátækra tónlistarmanna hafi soltið í hel vegna sóttvarnaraðgerða svo dæmi sé tekið......þegar upplýsingar eru ekki til þá er gott að geta búið þær til og sagt "talið er" þó engin talning fari fram.

Vagn (IP-tala skráð) 8.12.2020 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband