24.11.2020 | 20:24
Með í reikninginn - krabbamein og skurðaðgerðir
Spurningin hlýtur að vera sú hvort afleiðingar sóttvarnaraðgerða um víða veröld séu verri en pestin sjálf.
Krabbamein og skurðaðgerðir. Sökum þess hve læknisheimsóknum hefur fækkað mikið undanfarna mánuði mun fjöldi fólks á næstu árum greinast með brjósta-, lungna-, vélinda- og ristilkrabbamein á alvarlegu stigi (þetta eru algengustu innanmeinin). Talið er að allt að hálft fjórða þúsund manna á Englandi einu margt af því á besta aldri muni falla í valinn vegna þessa. Frá því ráðist var í sóttvarnaraðgerðir hefur dauðsföllum þar í landi af völdum brjóstakrabbameins fjölgað um 79% og ristilskrabbameins um 46%.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.12.2020 kl. 19:18 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 114426
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.