29.5.2007 | 11:33
Netið er lausnin
Ég sá fyrir mér að heimilislausir í Japan gætu einhvern veginn búið á netinu og þyrftu ekki að hafa áhyggjur framar. Þó það virðist langsótt að geta haldið til á internetinu, veit maður aldrei hvað þessir Japanir eru að bralla. Þeir eru svo framarlega í tækninni. Því miður fylgir ekki fréttinni hvernig fólkinu er smellt á netið en líklega er það sett í skanna og fært upp á þartilgerða heimasíðu og svo ýtt á „Publish“. Ég myndi giska á að einn heimilislaus Japani taki svona 4-7 gígabæti, eftir þyngd og stærð. Harðir diskar eru orðnir svo ódýrir að það er vel skiljanlegt að ríkisstjórnir kjósi þessa leið fremur en halda þeim uppi á bótum.
Heimilislausir halda til á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.