Leita í fréttum mbl.is

Leik og raunveruleik ruglað saman

Frænka mín kær gerði athugasemd við síðustu færslu og virtist rugla saman leik og raunveruleik (nauðgunarleikur er ekki nauðgun). Það gaf tilefni til vangaveltna um leiki.

Nokkrir leikja sem ég stundaði sem barn voru eftirlíkingar afar ógeðfelldra hluta, þó enginn hafi að vísu snúist um nauðganir. Ég er viss um að krakkarnir í vesturbæ Kópavogs á áttunda áratugnum séu engin undantekning og slíkir leikir hafi verið stundaðir allstaðar þar sem tvö börn eða fleiri komu saman.

Hver drepst best? Gekk út á að hópur nasista hljóp í flasið á vélbyssumanni og var sallaður niður. Sá vann sem drapst með mestum tilþrifum. Margir leikja okkar snerist um þýskara, eins og við kölluðum þá, og bandamenn. Seinni heimsstyrjöldin var ofar á baugi þá en nú.

Tindátaleikur. Stilltum upp tindátahópi beggja vegna gangsins uppi á lofti á Þinghólsbraut 7 (líka í Vallargerðinu hjá Gumma Hallbergs, og Hemma og Gumma Lúx á Þinghólsbraut 12) og rúlluðum glerkúlu á hópinn. Sá sem var fyrri til að drepa alla hermennina með kúlunni vann.

Stríðsleikur. Þessi leikur var eiginlega óhugnanlegur, svona þegar maður hugsar til baka. Hann var í raun allsherjar stríð milli krakkahópa í hverfinu og það voru teknir gíslar (ég man eftir að Inga Hrönn var tekin sem gísl) og lumbrað á þeim (Inga var flengd með kaðalspotta). Við kepptumst við að búa til sem best vopn, trésverð og boga úr rafmagnsrörum. Á örvarnar var tálgaður flugbeittur oddur. Ef til þess kemur á minni ævi að það verður stríð, get ég sótt í reynsluna frá þessu stríði.

Kafbátaleikur. Klassískur tveggja manna leikur sem gengur út á að sökkva skipaflota andstæðingsins. Sá sem var fyrri til við slátrunina, vann.

Kúrekar og Indíánar. Svipaður leikur og stríðsleikurinn, nema sumir voru vondir Indíánar og aðrir svalir kúrekar með skammbyssur með púðurskotum. Við áttum meira að segja indíánatjald. Halda þurfti Indíánunum í skefjum með því að drepa sem flesta þeirra og taka konurnar til fanga.

Tindátasteiking. Ég man eftir a.m.k. einu atviki þar sem við steiktum tindáta yfir eldi. Það var mjög spennandi að sjá tindátana bráðna og við líktum eftir þeim öskrandi í eldhafinu.

Sprengingar. Gömul módel af skipum og flugvélum áttu það til að springa í loft upp, einkum í kring um gamlárskvöld. 

Byssur voru í miklu eftirlæti sem og stríð og stríðstól. Þetta þótti eðlilegt og þykir enn. Samt eru stríð með óhugnanlegri fyrirbærum. Miklu óhugnanlegri en nauðganir svo dæmi sé tekið. Ég sé einhvern veginn ekki fyrir mér fyrirsögn í Mogganum: Börn í stríðsleik - afar ógeðfelldur leikur. Flestir myndu segja: Og hvað með það?

Enginn okkar krakkanna, svo ég viti, yfirfærði þessa leiki í raunveruleikann. Krakkar eru furðuglöggir á leik og raunveruleik. Unglingur sem leikur sér í nauðgunarleik er trúlega betur meðvitaður en áður, að nauðgun er glæpur. Hann er ólíklegri til að nauðga eftir að hafa leikið leikinn. Hafi blundaði í honum löngun til að nauðga, fær hún e.t.v. útrás í leiknum, rétt eins og morðæðið sem blundaði í okkur krökkunum fékk útrás í Hver drepst best?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 114426

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband