Leita í fréttum mbl.is

Ísbjörnum útrýmt

FyrirsætaÍsbirnir hafa verið áberandi í umræðum um loftslagsmál á undanförnum árum. Í heimildarmynd Al Gore frá 2006, Óþægilegur sannleikur, sést hvar einmana ísbjörn hrekst um hafið á ísjaka. Hans beið fátt annað en dauðinn að því er virtist vegna þess að sumarís á norðurskautinu átti að vera horfinn ekki seinna en 2015. Umhverfisverndarsinnar fengu því framgengt 2008 að Bandaríkjastjórn færði ísbirni í flokk dýra í útrýmingarhættu. Alþjóðleg samtök um náttúruvernd hafa þó aðeins flokkað ísbirni sem dýr í hættu – ekki útrýmingarhættu – frá 1982. 

Ýmsir hafa bent á þversögnina sem felst í að telja ísbirni ekki þola ísleysi á sumrum. Ísbirnir hafa hingað til lifað hitabreytingar af. Fyrir 130 til 115 þúsund árum var mun hlýrra á jörðinni en nú. Mörg sumur var íslaust á sjónum þar nyrðra. 

Þegar rannsóknir á ísbjarnastofninum hófust á sjöunda áratugnum leiddu þær í ljós að stofninn var á bilinu 5 til 19 þúsund dýr og að helsta hættan sem að honum stafaði voru ótakmarkaðar skotveiðar. Veiðar voru takmarkaðar og um 1980 hafði stofninn náð sér vel á strik, kominn í hátt í 23 þúsund dýr.

Þrátt fyrir þessar góðu fréttir af ísbjarnastofninum hafa ísbirnir verið áberandi í greinum, fréttum og sjónvarpsþáttum sem fjalla um áhrif loftslagsbreytinga af mannavöldum á dýrastofna (og líf á jörðinni yfirleitt). Ísbirnir hafa hingað til verið einskonar fyrirsætur í válegum tíðindum um loftslagsbreytingar.

En ekki lengur.

Sú vandræðalega staðreynd rann smám saman upp fyrir umhverfisverndarsinnum að þeir gátu tæplega notað fyrirsætur sem eru ekki í neinni hættu í hrakspám sínum. Breska blaðið Guardian sem telur sig vera í fararbroddi þeirra sem láta sig loftslagsbreytingar af mannavöldum varða ákvað 2019 að segja upp fyrirsætusamningum við ísbirni. Ísbirnir prýða ekki lengur efni í blaðinu sem fjallar um breytingar á loftslagi jarðar. Sömuleiðis er stofnun á vegum Bandaríkjastjórnar (Atctic Report Card) hætt að gera ísbirni að sérstöku umræðuefni í skýrslum sínum. Og Al Gore í framhaldsmynd sinni Óþægilegt framhald frá 2017 lætur ísbirni alveg sigla sinn sjó.

Það er svo gott sem búið að útrýma ísbjörnum úr umræðunni um loftslagsbreytingar af mannavöldum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Úr því veðrinu tókst ekki að losna við þessi þungu, orkufreku og plássfreku dýr, sem þurfa að gúffa í sig ógrynni af sel til að lifa af, og úr því þau fóru þess í stað að fjölga sér, þá er vissara að breyta efnistökunum.

Geir Ágústsson, 14.9.2020 kl. 20:57

2 identicon

 Góður pistill og samkvæmt Wiki gæti stofninn verið allt að 31.000 dýr í dag.

El lado positivo (IP-tala skráð) 14.9.2020 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband