Leita í fréttum mbl.is

Áherslan á stöðugar framfarir

Í fáum orðum sagt er tal og skrif manna sem lýst hafa andúð sinni á áherslunni á stöðugar framfarir, þvæla frá rótum. Þeir eru jafn mikið úti að aka og borgarstjórinn í París árið 1880 sem sagði að nú væri búið að finna svo margt upp að nú mætti láta staðar numið. Sjónarmiðin um stóriðjustopp sem sumir hafa haldið á lofti eru angi af þessu, sjónarmið um að nú sé rétt að hætta að eltast við efnisleg gæði eru angi af þessu. Það er ekki alveg ljóst hvað nákvæmlega þeir eru að fara fram á, en óhætt er að fullyrða að það er einhvers konar þrá eftir staðnaðri, einfaldri fortíð, sem þó var aldrei einföld. Er einungis einföld í huga þeirra. Eru vitrir eftir á. Að sama skapi eru þeir vitlausir fram á við því „eitthvað annað“ er engin sýn.

Framfarir eru náttúrulögmál

Strögglið er óaðskiljanlegur hluti lífsins. Baráttan um að para sig, fjölga sér, fæða sig og klæða, gera betur, bæta sig, verða betri, ná betri tökum á lífinu og náttúrunni, ala börnin betur upp, bjóða þeim betra umhverfi, menntun, húsaskjól, tækni, mat. Tryggja okkur betur gegn áföllum, vera betur í stakk búin fyrir viðfangsefni, leysa þrautir, sigrast á keppinautum í viðskiptum, íþróttum, athygli, atvinnugrein, listgrein. Að eiga nýrri bíl eða sjónvarp en náunginn er eðlilegur hluti þessa lífselements, þessa óaðskiljanlega elements. Framfarir eru ekki krafa, heldur náttúrulögmál.

Úr takti við árnið lífsins 

Svo eru vitaskuld aðrir sem kjósa einfalt líf og sækjast ekki eftir neinu og berjast ekki fyrir neinu og eru sáttir við litla sitt. Ég þekki þannig fólk. En það er ekki í predikunarstól, bókarskrifum, glærusýningum, sjónvarpsþáttum, leikritum eða greinarskrifum að básúna sjónarmið sín. Nei, það er samkvæmt sjálfu sér og er lítillátt. Hinir sem sjá hjá sér knýjandi, jafnvel trúarlega þörf, til að afneita eðlilegum hluta lífsins, eru að því til þess eins að koma sjálfum sér til áhrifa og valda. Þótt það líti út fyrir að verið sé að taka málstað t.d. náttúrunnar, er það aðeins yfirvarp. Stöðvum allt svo við fáum ráðrúm til að átta okkur á hvar útdeila skal verkum. Þó er það á allra vitorði að afturhaldssinnar af þessu tagi hafa engar hugmyndir um hvað skal gera, enda eru þeir úr takti við árnið lífsins (sumir hafa stolið hugmyndum frjálshyggjunnar og selt þær öllum stækustu andstæðingum þeirrar sömu frjálshyggju, án þess að þeir föttuðu það). Hugmyndirnar eru iðulega rómantískt óraunsæi í bland við ríka valdaþrá. Eldfjallagarður á Reykjanesi er dæmi um innantóma rómantíska hugmynd sem er lýsandi fyrir valdabrölt þeirra. Vilja skilgreina og sölsa undir ríkið afmarkaðan skika og hleypa svo allra náðarsamlegast ferðamönnum að eftir sínum reglum og sínu höfði. Það myndu ekki líða mörg ár þar til knýjandi þörf væri á að að selja aðgang að garðinum vegna viðvarandi rekstrarhalla (ástæðu) og mikilvægi þess að vernda náttúruna enn betur (fyrirsláttar).

Eftirávit er minna en hálfvit 

Eftirávit er nánast móðgun við orðið vit, því það er svo auðvelt að vera vitur eftir á. Enginn sá fyrir að efnahagsumbætur ríkisstjórna Davíðs Oddssonar myndu auka velmegun svo mikið í landinu að minni þörf væri að halda áfram að virkja fallvötn og selja til álgerðar. Eða að slíkar framkvæmdir myndu hafa neikvæð áhrif á aðra atvinnustarfsemi í landinu sökum þenslu (húsnæðislán bankanna voru líka ófyrirséð sem og afleiðingar þeirra). Mikill efnahagsuppgangur sem heimurinn nýtur núna vegna alþjóðavæðingarinnar, sem n.b. margir virkjanaandstæðingar eru á móti, hefur breytt stöðunni mjög svo nú eru fleiri möguleikar fyrir Ísland en áður. Þetta sáu menn ekki fyrir. Þegar þessir hlutir eru orðnir lýðum ljósir mæta gagnrýnendurnir með sitt eftirávit og segja: Við þurfum ekki virkjanir, við þurfum ekki álgerðir, við erum svo rík að við getum gert eitthvað annað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Góð grein, sammála hverju orði.

Benedikt Halldórsson, 19.5.2007 kl. 11:18

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tek undir hvert orð, mjög gott blogg.

Forheimskan er svo ótrúleg í þeim sem vilja gera "eitthvað annað". Þurríður Bachman VG var spurð út í fjallagrasa-iðnaðinn sem hún kom með sem hugmynd í stað stóriðjunar og mikið var hlegið að hér eystra. Jú, hún sagist alveg standa við það, ásamt mörgu öðru, t.d. svepparækt á Héraði. Stórkostlegt innsæi í rekstrarlegt umhverfi  hjá Þurríði. Nánast öll svepparækt á Íslandi fer fram á Flúðum í Hrunamannahreppi, enda hvergi betri rekstrarskilyrði fyrir slíkt. Ódýr hitaveita og stutt á markaði á suð-vesturhornið. Samt hefur þessi framleiðsla þar barist í bökkum (veit reyndar ekki hvernig ástandið er akkúrat núna). En þá dúkkar hugsuðurinn Þurríður upp með þessa briljant hugmynd: Ræktum sveppi þar sem hitaveitan er margfalt dýrari og eins langt frá mörkuðum og við komumst! Snilld!!

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.5.2007 kl. 22:34

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Frábær pistill hjá þér og ég er þér alveg sammála. Aðhyllist framfarir.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.5.2007 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband