16.5.2007 | 07:51
Argasti dónaskapur
Mér finnst nú illa komið fram við þær ballerínur sem kjósa að dansa á Evuklæðunum. Það er engu minni list þótt það sjáist í bert Venusbergið. Ég trúi ekki öðru en að nú leggist skattur á allan dans í Noregi, líka þann sem stundaður er í fötum. Ef ekki má fara í kringum lögin og dansa í sokkunum. Sokkaballett gæti orðið blómleg listgrein í Noregi, því fátt er fegurra en karlmaður í sokkum einum fata.
![]() |
Venusarklæðin beri virðisauka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Ég kafnaði næstum úr hlátri!

Lilja Haralds (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.