Leita í fréttum mbl.is

Ódýrasti pappírinn er í Bónus

Það er ánægjulegt að sjá að Jóhannes gerir sitt besta til að vera ódýrastur. Lengi hefur hann selt ódýrustu dagvöruna en nú er hann búinn að færa út kvíarnar og er orðinn ódýrasti pappírinn líka.

Því miður virðist herför hans gegn Birni hafa mistekist, því 80% sjálfstæðis manna kaus að virða ákall hans að vettugi.

Ódýrasti pappírinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Er ódýrt í þínum augum sama sem ómerkilegt?

Berglind Steinsdóttir, 15.5.2007 kl. 23:05

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Kæra Berglind, ég vona að ég sé ekki einn um það að sjá, auk hinnar hefðbundnu, merkinguna ómerkilegur úr orðinu ódýr. Máli mínu til stuðnings vil ég nefna dæmi: Þetta var nú frekar ódýrt bragð hjá Jóhannesi.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 16.5.2007 kl. 00:01

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég hefði kannski átt að hafa orðið ,,bara" með í spurningunni vegna þess að hjá þér hljómar það eins og lágt vöruverð (ódýrar vörur) sé ljóður á ráði Jóhannesar.

Berglind Steinsdóttir, 16.5.2007 kl. 08:07

4 Smámynd: Ársæll Níelsson

Einnig má líta svo á að tæplega 20% sjálfstæðismanna hafi hlýtt á ákall hans.

Ársæll Níelsson, 16.5.2007 kl. 19:45

5 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Enda er gaurinn með fjölmiðlaveldi á bak við sig sem hefur ekki gert neitt annað en hamast í Birni og Davíð. En þar sem Davíð er hættur, er ráðist á Björn. Hann er þeirra Albanía. Svona drullusokkaháttur á ekki að líðast og ég er viss um að margir strikuðu yfir Björn einungis vegna persónulegs metnaðar fyrir hönd annarra frambjóðenda. Notuðu sem sagt tækifærið, þegar færið gafst. Annað birtist líka í þessari auglýsingu: Lög um fjárframlög til stjórnmálaflokka eru orðin að viðundri. Hver sem er getur í krafti auðs síns auglýst eins og hann lystir um ágæti eins stjórnmálaflokks eða gegn frambjóðendum.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 16.5.2007 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband